Kl. 17 – Pöbbarölt í miðbænum
Hvað eiga Skúli Craft Bar og Aldamót sameiginlegt? Örugglega margt, en barirnir munu bjóða félaga Samtakanna ’78 hjartanlega velkomna í Happy Hour, hver veit nema um extended Happy Hour sé að ræða?!
Hvað eiga Skúli Craft Bar og Aldamót sameiginlegt? Örugglega margt, en barirnir munu bjóða félaga Samtakanna ’78 hjartanlega velkomna í Happy Hour, hver veit nema um extended Happy Hour sé að ræða?!
Samtökin ’78 taka á móti þér í Suðurgötu 3. Léttar veitingar í boði, kjörið tækifæri til að peppa sig í gang fyrir helgina.
Eini hinsegin-skemmtistaður landsins tekur að sjálfsögðu innilega á móti þér. Drag-show og dans eftir kvöldi. Athugið að Kiki er því miður ekki aðgengilegur fyrir hjólastóla.
Fyrir ykkur sem viljið taka daginn snemma þá er tilvalið að skella sér í Iðnó kl. 11 og fá smá hita í kroppinn. Þú þarft ekki að kunna allar hreyfingar til að taka þátt, öll velkomin.
Iðnó býður upp á dýrindis rétti í hádeginu. Afsláttur fyrir félaga Samtakanna ’78.
Ofbeldi í nánum samböndum hinsegin fólks er málefni sem ekki hefur flogið hátt í samfélagsumræðunni. Einhverjir þolendur ofbeldis hafa þó stigið fram í gegn um tíðina og lýst skilningsleysi yfirvalda á sérstöku eðli ofbeldis í hinsegin samböndum þar sem um jaðarsettan hóp er að ræða. Hvar hefjum við umræðuna og hvað er til ráða? Sýnd verður stuttmyndin Fyrirgefðu eftir Lovísu Láru Halldórsdóttur og Ingunni Míu Blöndal. Að henni lokinni mun Benna Sörensen Valtýsdóttir, sérfræðingur í ofbeldisvörnum, og Ingunn Mía fjalla um málefnið og leiða umræður.
Bið eftir aðgerðum hjá trans teymi Landspítala er orðin óhugnalega löng sem veldur miklum kvíða hjá trans fólki. Samtökin ’78 hafa undanfarið unnið með trans teymi LSH að lausn og hafa þrýst á stjórnvöld að fjölga skurðstofutímum svo hægt verði að tryggja trans fólki nauðsynlegar aðgerðir. Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi Samtakanna ’78, Bríet Blær Jóhannsdóttir, trans kona og Tómas Þór Ágústsson, sérfræðilæknir í trans teymi LSH, ræða málin. Mars M. Proppé, fræðari Samtakanna ’78, stýrir umræðum.
Það er ekki fyrr en á síðustu árum sem samfélagið hefur byrjað að horfast í augu við alnæmisfaraldurinn, sem geysaði hvað harðast hérlendis á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, og áhrif hans en faraldrinum fylgdu gífurlegir fordómar sem bitnuðu hvað harðast á hommasamfélaginu. Með framförum læknavísindanna býr HIV-jákvætt fólk í dag við nánast óskertar lífslíkur. Leitin að lækningu er ekki lokið en lyf sem koma í veg fyrir smit hafa valdið straumhvörfum í baráttunni við veiruna auk þess sem yfir stendur leit að bóluefni við HIV. Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar fréttir á síðustu árum er uppgjörið við fordómana og söguna er þó ekki enn lokið.
Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Íslands, heldur erindi og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, fráfarandi formaður Samtakanna ‘78 leiðir umræður.
Mikil umræða hefur átt sér stað er varðar kynfræðslu fyrir unglinga. Margt hinsegin fólk fékk aldrei kynfræðslu þegar það var á unglingsaldri og hefur örlað á óöryggi vegna þessa. Birna Gústafsson, kynfræðingur, mun halda sérstaka kynningu sem snýr að kynfræðslu þar sem öll eru velkomin, en fókusinn er á fólk með píkur: kynlíf, sjálfsfróun og fleira.
Fatlað hinsegin fólk glímir við fjölþætta mismunum í samfélaginu. Margt fatlað fólk upplifir sig barngert, ekki séð sem kynverur og er jafnvel ekki trúað þegar þau lýsa yfir hinseginleika sínum. Þá er fatlað fólk er oft fjarverandi á viðburðum á vegum Samtakanna ‘78. Standa þröskuldar í vegi fyrir þátttöku fatlaðs, hinsegin fólks í félagsstarfinu?
Pallborð hinsegin, fatlaðs fólk mun segja frá reynsluheimi sínum á þessum áhugaverða viðburði. Bára Halldórsdóttir, Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Mordekaí Elí Esrason munu ræða málin.
Hjartanlega velkomin á Stórdansleik Samtakanna ’78!
FRÍTT INN!
Húsið opnar kl. 20.30 með fordrykk.
Kl. 21 tekur við burlesk, drag og kabarett með Róbertu, Bibi Bioux, Vice Versa, Friðrik Agna og Chardonnay Bublée!
Kl. 22 stígur Hljómsveit Unu Stef á svið og heldur uppi almennilegu balli til miðnættis, gestasöngvarar sem mæta á svæðið eru m.a. Selma Björnsdóttir, Haffi Haff og Hafsteinn Þórólfsson.
Á miðnætti mun svo miðnæturkabarett taka við! Margrét Erla Maack, Matthías, Vice Versa og Twinkle Starr.
Eftir miðnætti tekur svo okkar eini sanni DJ-Siggi Gunnars við og heldur úti dansi fram á nótt.
Góð tilboð á barnum, frítt inn!
Hvað er betra en að byrja hýrasta dag ársins algjörlega í núinu með jóga og hugleiðslu? Viðburðurinn er í boði Spektrum Reykjavík.
Iðnó býður upp á dýrindis rétti í hádeginu. Afsláttur fyrir félaga Samtakanna ’78.
Bandalag háskólamanna (BHM) og Samtökin ‘78 hafa skrifað undir samkomulag um aukið samstarf á sviði jafnréttismála en fyrsta skrefið er rannsókn á stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði. Markmiðið er meðal annars að kanna hvort launamunur sé til staðar á íslenskum vinnumarkaði með tilliti til kynhneigðar eða kynvitundar. Vilhjálmur Hilmarsson hjá BHM mun kynna verkefnið og svo verður opnað fyrir umræður.
Bjarndís Helga Tómasdóttir, stjórnarkona S78 og sjálfstæður menningarmiðlari, kynnir stöðu verkefnisins Ein saga, eitt skref sem unnið hefur verið í samstarfi við Þjóðkirkjuna. Bjarndís hefur um tveggja ára skeið safnað persónulegum sögum hinsegin fólks af framkomu Þjóðkirkjunnar í þeirra garð.
Mikið hefur áunnist þegar kemur að hinsegin fólki og barneignum á síðustu árum en þó örlar enn á nokkurri mismunun þegar fólk tekur það skref að verða foreldrar. Til að ræða stöðuna, mögulegar hindranir og ferlið sjálft munu þau Rut Sigurðardóttir, frá íslenskri ættleiðingu, Guðlaugur Kristmundsson, frá félagi fósturforeldra, og fulltrúi frá LIVIO Reykjavík ræða málin sín á milli, kynna leiðirnar og opna svo á umræður.
Hvað er í gangi í hommadeitsenunni? Eru hommar hættir að deita og fara bara á Grindr? Hvernig er lífið á Grindr? Er öllum tekið vel? Eru fordómar á Grindr? Fyrir hverjum? Árni Viljar, Úlfar Loga, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Hilmar Hildar Magnúsar og Villi Vill munu spjalla um deitsenuna, fordómana og sjálfsmyndina þegar kemur að Grindr og deitsenu homma á Íslandi.
Jordi Cortes from the Red cross will come and talk about their integration project of LGBTI+ asylum seekers in Iceland.
For people seeking asylum the situation in their home country is quite vulnerable as they have limited rights and most of them if not all depend on receiving international protection in Iceland to be safe and able to lead a regular life. There will be a Q&A where the audience will get an opportunity to ask about the Red cross and how their work is relevant, and If there is enough time, we will separate into small groups for discussions.
Vigdís Ásgeirsdóttir (Vigga) mun halda work-shop fyrir hinsegin ungmenni. Hvað er sjálfsmat og kvíði? Af hverju hafa það svona mikil áhrif á okkur? Hvernig getum við byggt okkur upp? Fjörugt og hressandi work-shop fyrir öll ungmenni á aldrinum 13-16 ára.
Spunaleikararnir Pálmi Freyr Hauksson og Björk Guðmundsdóttir ætla að halda örnámskeið fyrir hópinn. Þau ertu bæði í leikhópnum Improv Ísland sem sýnir spunasýningar vikulega í Þjóðleikhúskjallaranum. Á námskeiðinu gerum við æfingar og leiki sem fara yfir grunnforsendur spunaðferðarinnar og hugmyndafræði spunans. Ekkert stress, bara að hafa gaman.
Leiksmiðja Leynileikhússins
Aldur: 6-9 ára
Farið í leiklistarleiki og unnið með spuna til að búa til frumsamin leikrit.
Kennari: Íris Stefanía Skúladóttir sviðslistakona.
Sketsa-ritsmiðja Leynileikhússins
Aldur: 10-13 ára
Unnið er með hugmyndir þátttakenda og þeim fundinn farvegur í sketsaformi.
Kennari: Ólafur Ásgeirsson leikari.
Vera – félag hinsegin kvenna og kvára býður áhugasömum á happy hour á Loft Hostel milli kl. 16 og 19 föstudaginn 4. mars.
Fullt aðgengi fyrir hjólastóla er á staðnum.
Sjósundsklúbburinn Sæfríður býður öllum áhugasömum að hitta sig í Nauthólsvík og taka sundsprett í sjónum. Þau sem haldin eru haldin þalassófóbíu eru velkomin með en er bent á að halda sig einungis við heita pottinn.
Fullkomin leið til að vekja líkamann og koma vitundinni í núið fyrir hýrasta dag ársins!
Landsþing hinsegin fólks er fyrst og fremst kjörið tækifæri fyrir fólk að hittast. Loks þegar sést til sólar eftir heimsfaraldur þá töldu Samtökin ’78 það kjörið að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í raunheimum þar sem við öll getum loksins hist. Dagskráin er fjölbreytt og öll ættu að geta fundið eitthvað á sínu áhugasviði. Landsþingið er haldið í tilefni af aðalfundi Samtakanna ’78 en allt um aðalfundinn má finna hér.
Að sjálfsögðu, öll eru hjartanlega velkomin að mæta á meðan húsrúm leyfir.
Nei, allir viðburðir eru ókeypis.
Allir viðburðir eru haldnir í húsnæði þar sem er fullt aðgengi fyrir hjólastóla. Allir viðburðirnir verða túlkaðir á táknmál. Nokkrir viðburðir verða í streymi en þó ekki allir. Ef þú ert með einhverjar aðgengisþarfir sem þú telur okkur þurfa að vita af ekki hika við að senda okkur línu á skrifstofa@samtokin78.is. Hér er myndband af aðkomu í Iðnó.
Já! Kaffihús Iðnó verður opið allan daginn fyrir okkur og svo er hádegisverður á tilboði fyrir alla gesti.
Nei, bara mæta.
Ekki hika við að mæta eða hafa samband við okkur, aldurstalan hér að ofan er einungis viðmið.
Við miðum við 45-50 mínútur og það er kaffihlé á milli allra viðburða svo fólk hafi tíma til að færa sig t.d. á milli sala. Einnig langar okkur að bjóða upp á stutt atriði í kaffihléi, en nánar um það síðar.
Heldur betur og er það allt í mótun. Fylgstu vel með okkur á samfélagsmiðlum og hér á vefnum.
Landsþingið er yfirheiti helgarinnar en aðalfundur er haldinn á sunnudeginum og hefst kl. 13. Allt um aðalfundinn hér.