Skip to main content

Dagskrá

Laugardagur 11. mars - Tjarnarbíó - Ungmennadagskrá

Ungmennadagskrá (13-16 ára)

Kl. 13 til 16:30 – Hinsegin hittingur ungmenna

Föndur, perl, nælugerð, heitt kakó, litir og leikgleði. Við opnum hinsegin ungmenna kaffihús frá klukkan 13:00 til 16:30. Komdu við og föndraðu, spjallaðu og nældu þér í nælu.

Kl. 13 – Hinsegin gleði og áskoranir

Ugla Stefanía, annar höfunda Trans Teen Survival Guide, aktivisti, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinseginmálefnum, býður ykkur upp á skemmtilega vinnustofu þar sem könnum hinsegin gleði og hvernig við getum ekki bara lifað af heldur blómstrað sem hinsegin fólk.

Kl. 15 – Kynfræðslan sem þú fékkst aldrei

Kynfræðslur sem eru veittar í skólum uppfylla sjaldan þær þarfir sem hinsegin einstaklingar hafa. Því verður haldi kynlaus kynfræðsla þar sem aðeins verður talað um kynfæri, kynlíf og mikilvægi samskipta og samþykkis. Farið verður yfir víðan völl kynlífs og rætt um mismunandi form þess, rætt verður um mikilvægi þess að vera meðvitaður sín mörk og langanir, og opna samræðurna fyrir kynlíf um hvað skal gera. Við munum ræða um hjálpartæki, verjur, PrEP, sleipiefni, kynsjúkdóma og allt það sem áhorfendur eru forvitnir um. Fræðslan verður gagnvirk og hægt verður að senda inn nafnlausar spurningar í gegnum allan fyrirlesturinn úr símanum þínum! Fræðslan verður haldin af Sigurður Ými, hjúkrunarfræðingi sem starfar sem ráðgjafi hjá Samtökunum 78.

Kl. 15- Drag förðun með Gogo Starr (Suðurgötu 3)

Hin eina sanna Gogo Starr fer í grunninn og listina á bak við dragförðun. Mættu með förunarvörurnar þínar og prófaðu þig áfram undir handleiðsu Gogo. Aðeins 10 pláss laus! Skráðu þig strax hér eða sendu okkur skilaboð á Instagram.

Hvað er landsþing hinsegin fólks?

Landsþing hinsegin fólks er kjörið tækifæri fyrir fólk að hittast Dagskráin er fjölbreytt og öll ættu að geta fundið eitthvað á sínu áhugasviði. Landsþingið er haldið í tilefni af aðalfundi Samtakanna ’78, en allt um aðalfundinn má finna hér.

Spurt og svarað

Mega öll mæta á landsþingið?

Að sjálfsögðu, öll eru hjartanlega velkomin að mæta á meðan húsrúm leyfir.

Kostar eitthvað inn?

Nei, allir viðburðir eru ókeypis.

Hvernig eru aðgengismál?

Hjólastólaaðgengi: Aðalinngangur Tjarnarbíós er nægilega breiður fyrir flestar tegundir hjólastóla. Samtökin halda viðburði bæði í aðalsal og hliðarsal, og eru þeir báðir rúmgóðir.

Hljóðvist: Hljóðvist í Tjarnarbíói er til fyrirmyndar í stóra salnum og með ágætum í hliðarsal. Þau sem nota heyrnatæki geta notað þau án vandkvæða. Þegar mörg eru í Tjarnarbíói þá getur skynáreiti verið töluvert, sérstaklega í hliðarsal en í aðalsal er rýmið það stórt að hljóð dreifist vel og því ekki nema á mjög fjölmennum viðburðum þar sem skynáreiti getur orðið mikið.

Salerni: Þegar Samtökin ’78 halda viðburði í Tjarnarbíói þá merkjum við salerni svo þau séu ekki kynjuð.

Er hægt að fá sér að borða í Tjarnarbíó?

Já! Kaffihús Tjarnarbíó verður opið 🙂

Þarf ég að skrá mig sérstaklega?

Það þarf að skrá sig í makeup námskeið hjá Gogo Starr hér.

En annars nei, bara mæta.

Ég er 17 ára og langar á ungmennadagskránna, má það?

Ekki hika við að mæta eða hafa samband við okkur, aldurstalan hér að ofan er einungis viðmið.

Fleiri spurningar?

Hefur þú fleiri spurningar? Sendu línu á skrifstofa@samtokin78.is