Samtökin ‘78 óska eftir að ráða framkvæmdastjóra til félagsins sem fyrst. Athugið: Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með miðvikudagsins 16 nóvember.
Framkvæmdastjóri er eini starfsmaður félagsins í fullu starfi en auk þess starfar hjá félaginu fræðslufulltrúi í hlutastarfi. Þá sinnir fjöldi sjálfboðaliða öllu frá stjórnarstörfum að skipulagi og framkvæmd ýmissa viðburða og verkefna. Borgandi félagar eru rétt um 700.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Daglegur rekstur: Framkvæmdastjóri sinnir daglegum rekstri skrifstofu, sér um fjáröflun og fylgir eftir stefnu félagsins, ákvörðunum stjórnar og samþykktum aðal- og félagsfunda.
-
Upplýsingar og samskipti: Framkvæmdastjóri talar fyrir Samtökin ‘78 í samráði við stjórn og stuðlar að góðum samskiptum innan félagsins og við almenning, yfirvöld og aðrar stofnanir
-
Hagsmunabarátta: Framkvæmdastjóri gætir, í samráði við stjórn, hagsmuna félaga gagnvart löggjafa og öðrum stofnunum samfélagsins.
-
Fræðslustarf: Framkvæmdastjóri er fræðslufulltrúa til halds og trausts við mótun og framkvæmd fræðslustarfs í félaginu, í samvinnu við stjórn, sjálfboðaliða og opinbera aðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
-
Mikil þekking á sögu og þróun hinsegin samfélagsins.
-
Framúrskarandi samskipta-, frumkvæðis- og skipulagshæfileikar.
-
Mjög gott vald á íslensku og ensku.
-
Reynsla af stjórnunarstörfum og rekstri er æskileg.
-
Þekking á sjálfboðastarfi og þjónustu er mikill kostur.
-
Þekking á opinberri stjórnsýslu og helstu stofnunum er mikill kostur.
-
Þekking á samningagerð er kostur.
Umsókn, frestur og fylgigögn
Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2016. Samtökin ’78 fagna fjölbreytileika samfélagsins í sinni víðustu mynd og leitast í öllu starfi sínu við að vera fordómalaus vettvangur þar sem borin er virðing fyrir öllu fólki og því sköpuð tækifæri. Við hvetjum því alla til að sækja um – óháð kynhneigð, kynvitund eða -tjáningu, kyneinkennum, fötlun, þjóðerni, kynþætti eða öðrum þáttum.
Umsókn, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda til að gegna stöðunni skulu send Maríu Helgu Guðmundsdóttur, formanni, á netfangið formadur@samtokin78.is. Upphaf ráðningar og starfskjör fara eftir samkomulagi aðila. Formaður gefur allar nánari upplýsingar í sama netfangi. Fullum trúnaði heitið.