Skip to main content
Uncategorized

Lög um staðfesta samvist

By 23. janúar, 2001No Comments

1. gr. Tveir einstaklingar af sama kyni geta stofnað til staðfestrar samvistar.
2. gr. Ákvæði II. kafla hjúskaparlaga gilda um skilyrði til þess að samvist verði staðfest samkvæmt lögum þessum, sbr. þó 2. mgr.

  • [Staðfesting samvistar getur aðeins farið fram ef:

    a. báðir einstaklingarnir eða annar þeirra er íslenskur ríkisborgari sem hefur fasta búsetu hér á landi, eða
    b. báðir einstaklingarnir hafa haft fasta búsetu hér á landi síðustu tvö árin fyrir staðfestingu samvistar þeirra.]1)
  • [Ríkisborgararéttur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er lagður að jöfnu við íslenskan ríkisborgararétt skv. a-lið 2. mgr. Dómsmálaráðherra getur ákveðið í reglugerð að ríkisborgararéttur í öðru landi þar sem í gildi eru lög um staðfesta samvist, sem eru hliðstæð lögum þessum, verði einnig lagður að jöfnu við íslenskan ríkisborgararétt.]1)

1) L. 52/2000, 1. gr.

3. gr. Áður en staðfesting fer fram skulu aðilar leggja fram vottorð þess efnis að könnun hafi átt sér stað á skilyrðum fyrir staðfestri samvist.

  • Ákvæði III. kafla hjúskaparlaga gilda um framkvæmd á könnun skilyrða fyrir staðfestri samvist.
  • Dómsmálaráðherra setur nánari reglur 1) um könnun á skilyrðum fyrir staðfestri samvist.

1) Rg. 326/1996.

4. gr. Sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra framkvæma staðfestingu á samvist.

 

  • Ákvæði 21.?26. gr. hjúskaparlaga gilda um framkvæmd staðfestingar eftir því sem við á.
5. gr. Staðfesting samvistar hefur, með þeim undantekningum sem greinir í 6. gr., sömu réttaráhrif og stofnun hjúskapar. Ákvæði laga sem varða hjúskap og maka gilda um staðfesta samvist og einstaklinga í staðfestri samvist.
6. gr. [Ákvæði ættleiðingarlaga um hjón gilda ekki um staðfesta samvist. Þó getur einstaklingur í staðfestri samvist ættleitt barn hins sem hann hefur forsjá fyrir, nema um sé að ræða kjörbarn frá öðru landi. Lög um tæknifrjóvgun gilda heldur ekki um staðfesta samvist.

 

  • Lagaákvæði sem fela í sér sérstakar reglur um annan makann í hjúskap og bundin eru við kynferði hans gilda ekki um staðfesta samvist.] 1)
  • Ákvæði í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að gilda ekki um staðfesta samvist nema aðrir samningsaðilar fallist á það.

1) L.522000.2.gr.

7. gr. Staðfestri samvist lýkur við andlát samvistarmaka, með ógildingu staðfestrar samvistar eða með lögskilnaði.
8. gr. Ákvæði hjúskaparlaga um ógildingu hjúskapar, hjónaskilnaði og fjárskipti milli hjóna vegna hjúskaparslita gilda um ógildingu og slit staðfestrar samvistar, sbr. þó 2.?4. mgr. Önnur ákvæði laga sem varða lok hjúskapar og réttaráhrif þeirra gilda um lok staðfestrar samvistar.

  • Sýslumaður eða dómari leitar sátta samkvæmt reglum 42. gr. hjúskaparlaga.
  • Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 114. gr. hjúskaparlaga er ávallt heimilt að höfða mál skv. 113. gr. laganna vegna staðfestrar samvistar fyrir íslenskum dómstólum hafi staðfesting farið fram hér á landi.

     

  • Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 123. gr. hjúskaparlaga, er íslenskum stjórnvöldum ávallt heimilt að leysa úr málum vegna staðfestrar samvistar sem stofnað er til hér á landi.
9. gr. Lög þessi öðlast gildi 27. júní 1996.

Breytingar á lögum um staðfesta samvist,
samþykktar á Alþingi 8. maí 2000.

1. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:

 

1. 2. mgr. orðast svo:
Staðfesting samvistar getur aðeins farið fram ef:

a. báðir einstaklingarnir eða annar þeirra er íslenskur ríkisborgari sem hefur fasta búsetu hér á landi, eða

 

b. báðir einstaklingarnir hafa haft fasta búsetu hér á landi síðustu tvö árin fyrir staðfestingu samvistar þeirra.
2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Ríkisborgararéttur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er lagður að jöfnu við íslenskan ríkisborgararétt skv. a-lið 2. mgr. Dómsmálaráðherra getur ákveðið í reglugerð að ríkisborgararéttur í öðru landi þar sem í gildi eru lög um staðfesta samvist, sem eru hliðstæð lögum þessum, verði einnig lagður að jöfnu við íslenska
n ríkisborgararétt.
 

 

2. gr. Í stað 1. mgr. 6. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Ákvæði ættleiðingarlaga um hjón gilda ekki um staðfesta samvist. Þó getur einstaklingur í staðfestri samvist ættleitt barn hins sem hann hefur forsjá fyrir, nema um sé að ræða kjörbarn frá öðru landi. Lög um tæknifrjóvgun gilda heldur ekki um staðfesta samvist.

Lagaákvæði sem fela í sér sérstakar reglur um annan makann í hjúskap og bundin eru við kynferði hans gilda ekki um staðfesta samvist.
 

3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.

Leave a Reply