Skip to main content
Fréttir

Mamma veit hvað hún syngur

By 22. september, 2009No Comments
Mynd Barða Guðmundssonar sem framleidd er af Hrafnhildi Gunnarsdóttur (Krummafilms) Mamma veit hvað hún syngur hefur vakið töluverða athygli á Hinsegin Bíódögum sem nú standa yfir. Mynd Barða fjallar um Nönnu, einstæða móður sem býr með Guðna Geir, syni sínum, í miðborg Reykjavíkur. Þó að pilturinn sé kominn á þrítugsaldur heldur Nanna fast í einkasonininn og virðist staðráðin í að hrekja alla hugsanlegar tengdadætur í burtu. En dag nokkurn tekur samband þeirra mæðgina óvænta stefnu þegar Guðni Geir játar fyrir mömmu hvaða mann hann hafi að geyma. Síðasta sýning myndarinnar á Hinsegin Bíódögum er miðvikudaguinn 23. september, kl. 14:00 í Hafnarhúsinu.

Barði Guðmundsson er lærður leikari en hefur starfað sem flugþjónn um árabil. Handritið að myndinni skrifaði Barði á löngum flugum þegar tími gafst til en útkoman hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur. Myndin var fumsýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð samkynhneigðra í San Francisco í júní fyrir troðfullu húsi og fékk þar frábærar viðtökur. Í kjölfarið var myndin bókuð á fjölda kvikmyndahátíða útum allan heim, m.a. í Osló, Hamborg og Palm Springs (www.visir.is segir frá)

Leave a Reply