Í dag, þriðjudaginn 20. nóvember er haldinn minningardagur transfólks út um allan heim til að minnast þeirra sem hafa verið myrtir, framið sjálfsmorð og/eða orðið fyrir fordómum eða öðrum ofbeldisverknaði vegna kynvitundar sinnar.
Í tilefni þess ætlar Trans-Ísland að standa fyrir kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík kl. 19:30 (við Iðnó).
Ótal margir eru myrtir eða verða fyrir ofbeldi á hverju ári fyrir það eitt að vera transgender út um allan heim og langar okkur til að hafa smá kyrrðarstund til að minnast þeirra. Elísa, formaður Trans-Ísland, og Ugla Stefanía, ritari Trans-Ísland, munu segja nokkur orð við athöfnina í tilefni dagsins.
Að kertafleytingunni lokinni verður svo haldið upp í Regnbogasal Samtakanna ’78 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og rólega stemmingu.
Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í deginum með okkur er velkomið að mæta.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn Trans-Ísland.