Skip to main content
AlþjóðamálFréttirHagsmunabaráttaSamkynhneigðTvíkynhneigðViðburður

Minningarstund við Rússneska sendiráðið 10. apríl kl.16:30

By 9. apríl, 2017maí 28th, 2020No Comments

Samtökin 78 munu standa fyrir minningarstund við Rússneska sendiráðið, Garðastræti 33, 101 Reykjavík, þann 10 apríl, klukkan 16:30.
Komum saman, kveikjum á kertum og minnumst þeirra sem hafa fallið frá og sýnum samstöðu með þeim sem búa ekki svo vel að búa í samfélagi þar sem mannréttindi þeirra eru virt.

Síðastliðnar vikur hafa átt sér stað geigvænlegir atburðir í Tsjetsjetníu (e. Chechnya) sem er sjálfstjórnarlýðveldi innan Rússlands í norðurhluta Kákasus. Þann 1. apríl birti sjálfstæða rússneska dagblaðið Novaya Gazeta frétt þess efnis að hundruðir karlmanna sem grunur léki á að væru samkynhneigðir hefðu verið handteknir í samhæfðri aðgerð tsjetsjetneskra yfirvalda. Þar kemur fram að þeir hafi sætt pyntingum og verið neyddir til að gefa upp upplýsingar um annað hinsegin fólk á svæðinu. Samkvæmt frétt Human Rights Watch voru sumir nær dauða en lífi vegna barsmíða sem þeir höfðu orðið fyrir í haldi. Í það minnsta þrír eru látnir frá því að þessar aðgerðir hófust. Samkvæmt frétt Novaya Gazeta var sumum mannannasleppt því yfirvöldum tókst ekki að staðfesta kynhneigð þeirra.

Ekki er vitað um afdrif sumra fórnarlambanna og enn eru mörg þeirra í haldi. Í ljósi þess að heiðursmorð tíðkast enn á þessu svæði er öryggi þeirra sem sleppt var ekki tryggt og getur þeim stafað hætta af eigin fjölskyldum vegna gruns um samkynhneigð. Rússnesku samtökin Russian LGBT Network standa nú fyrir aðgerðum til að koma fórnarlömbum þessarar herferðar frá svæðinu en þau telja það einu leiðina til þess að tryggja öryggi fórnarlambanna.

 

Leave a Reply