[English below] Aðalfundur Samtakanna ‘78 var haldinn í Sykursalnum í Grósku föstudaginn 21. mars og sóttu um 40 félagar fundinn. Fundarstjóri var María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, en formaður kjörnefndar var Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata.
Ársskýrsla Samtakanna ‘78 var kynnt á fundinum, en hún ber vott um mikla grósku í starfi félagsins. Á fundinum var lögum félagsins breytt þannig að lögformlega telst stofnuð sk. Öldungadeild. Öldungadeildin er starfandi félagsskapur eldra fólks innan Samtakanna ‘78 og mun hún framvegis hafa áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum félagsins.
Þátttaka í kosningum var með besta móti – en alls greiddu 206 félagar atkvæði.
Bjarndís Helga Tómasdóttir hlaut endurkjör sem formaður Samtakanna ‘78.
Til stjórnarsetu til tveggja ára voru kjörnir: Hannes Sasi Pálsson, Jóhannes Þór Skúlason og Leifur Örn Gunnarsson. Í stjórn sitja fyrir Hrönn Svansdóttir, Vera Illugadóttir og Sveinn Kjartansson. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar 25. mars skipti stjórn með sér verkum, en Hrönn Svansdóttir er varaformaður Samtakanna ’78, Vera Illugadóttir ritari og Jóhannes Þór Skúlason gjaldkeri. Sveinn Kjartansson, Hannes Sasi Pálsson og Leifur Örn Gunnarsson eru meðstjórnendur.
Kjör í félagaráð Samtakanna ‘78 hlutu: Hrafnhildur Þórólfsdóttir, Anna Katrín Guðdísardóttir, Sigríður Ösp Elínborgar Arnars, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson og Ragnar Pálsson.
„Þegar sótt er að mannréttindum úr öllum hornum er mikilvægt að við stöldrum öll við og hugsum hvað getum við gert til að snúa þróuninni við. Enginn getur gert allt en öll getum við gert eitthvað. Samtökin ’78 ætla að halda áfram að sinna þeim sem til félagsins leita og veita framúrskarandi þjónustu. Við ætlum að fjölga þeim sem að starfinu koma og lítum stolt en auðmjúk á hlutverk okkar sem leiðandi afl fyrir samfélagið. Við ætlum að berjast öflug gegn öllu hatri og upplýsingaóreiðu. Þetta allt saman og meira til gerum við saman,“ segir Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, að aðalfundi loknum.
Samtökin ‘78 þakka öllum sem tóku þátt í aðalfundi félagsins kærlega fyrir og óska nýkjörinni stjórn og félagaráði til hamingju.

Ný stjórn Samtakanna ’78: Leifur, Vera, Hrönn, Jóhannes, Bjarndís, Sveinn og Hannes
// The annual general meeting of Samtökin ‘78 was held in Sykursalur in Gróska on Friday, March 21st, and about 40 members attended the meeting. The meeting was chaired by María Rut Kristinsdóttir, a member of parliament for Viðreisn, and the chair of the election committee was Alexandra Briem, a city councilor for Píratar.
The annual report of Samtökin ’78 was presented at the meeting. Furthermore, the organization’s statutes were amended so that the so-called Öldungadeild (Senate) is legally considered established. The Öldungadeild is a group of older people within Samtökin ’78 and will henceforth have an observer at board meetings.
Participation in the elections was at its best – with a total of 206 members casting their votes.
Bjarndís Helga Tómasdóttir was re-elected as president of Samtökin ‘78.
The following were elected to the board for two years: Hannes Sasi Pálsson, Jóhannes Þór Skúlason and Leifur Örn Gunnarsson. Members of the board who were not up for election this year are Hrönn Svansdóttir, Vera Illugadóttir and Sveinn Kjartansson.
The following were elected to the members’ council (félagaráð) of Samtökin ‘78: Hrafnhildur Þórólfsdóttir, Anna Katrín Guðdísardóttir, Sigríður Ösp Elínborgar Arnars, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson and Ragnar Pálsson.
„When human rights are being attacked from all angles, it is important that we all stop and think about what we can do to turn the tide. No one can do everything, but we can all do something. Samtökin ’78 intends to continue to serve those in need and provide excellent service. We intend to increase the number of people who participate and look proudly but humbly at our role as a leading force for society. We intend to fight vigorously against all hatred and misinformation. This we will do, and more, together,“ says Kári Garðarsson, Executive Director of Samtökin ’78, following the annual general meeting.
Samtökin ’78 would like to thank everyone who participated in the organization’s AGM and congratulate the newly elected board and members’ council.

Kjörnefnd að störfum.