Eftirfarandi breytingar hafa orðið á skipan stjórnar Samtakanna ’78 í janúar:
Júlía Margrét Einarsdóttir lét af störfum sem ritari stjórnar Samtakanna ’78 fyrr í mánuðinum, en hún er nú flutt til Bandaríkjanna að nema handritaskrif við New York Film Academy. Við óskum henni velfarnaðar á nýjum slóðum og þökkum henni fyrir framlag sitt til félagsins á undanförnum árum. Einnig hefur Unnsteinn Jóhannsson sagt af sér sem varaformaður stjórnar.
Í stað Júlíu hefur trúnaðarráð skipað Sigurð Júlíus Guðmundsson sæti í stjórn. Stjórn hefur skipt með sér embættum að nýju og skipað Álf Birki Bjarnason ritara og Sigurð Júlíus meðstjórnanda. Stjórn bíður þess að fá skipaðan nýjan stjórnarmeðlim í stað Unnsteins og mun yfirfara embættaskipan aftur að því loknu.