Aðalfundur Samtakanna ’78 fór fram í dag. Hátt í sjötíu manns mættu á fundinn. Fyrir fundinum lágu þó nokkur mál og kosningar.
Kosið var í embætti formanns og stjórnar, sem og félagaráð.
Nýr formaður Samtakanna ’78 er Álfur Birkir Bjarnason. Í stjórn voru kjörin: Bjarndís Helga Tómasdóttir, Mars M. Proppé og Vera Illugadóttir. Áður í stjórn sitja Agnes Jónasdóttir, Ólafur Alex Kúld og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir. Stjórn mun skipta með sér embættum á fyrsta stjórnarfundi sínum.
Nýtt félagaráð skipa: Derek Terell Allen, Hrefna Ósk Maríudóttir, Jessica Leigh Andrésdóttir, Ragnar Pálsson, Sigríður Ösp Elínborgar Arnarsdóttir, Tinna Haraldsdóttir og Þórhildur Sara.
Samtökin ’78 þakka öllu starfsfólki fundarins fyrir vel heppnaðan aðalfund.
Nánari upplýsingar um aðalfundinn, fundargerð og fleira verður aðgengilegt á vef Samtakanna ’78 á þriðjudaginn.