Skip to main content
Auglýsing

Nýr stuðningshópur

Samtökin ’78 fara nú af stað með mánaðarlega hittinga fyrir fjölkært/poly hinsegin fólk.

Hvort sem þú ert að feta þín fyrstu skref eða hefur verið í fjölkærum samböndum um árabil, þá er þessi hópur styðjandi vettvangur fyrir þig til að læra, kynnast öðru fjölkæru fólki, spegla þig í reynslu annarra, auk þess að deila þinni reynslu og hugmyndum.

Ástrós Erla, Margrét og Alexander, ráðgjafar hjá Samtökunum ‘78 leiða hittingana og umræður hverju sinni. Markmið þeirra er að skapa rými þar sem fólk getur fundið stuðning, fengið ráðleggingar og byggt upp tengsl við aðra innan hinsegin samfélagsins sem hafa svipaða reynslu.

Það að koma saman sem hópur gefur okkur tækifæri til að byggja upp vettvang og samfélag þar sem við getum deilt okkar reynslu, tengjast öðru fjölkæru fólki á svipuðum stað, með svipaða upplifun og/eða reynslu. Þar gefst okkur tækifæri til þess að ræða saman í trúnaði um áskoranir og ánægju þess að vera fjölkær. Í hópnum fáum við að heyra önnur sjónarhorn, finnum að við erum ekki ein og upplifum okkur séð, heyrð og eðlileg alveg eins og við erum

Öll 18 ára og eldri eru velkomin óháð t.d. aldri, reynslu, kynhneigð, kyntjáningu og kyni. Það sem þessi hópur á sameiginlegt er vera hinsegin og hneigjast á einhvern hátt að fjölkæri/poly.

Við höldum okkar fyrsta kvöld, fimmtudaginn 12. desember kl. 20-21:30 í húsnæði Samtakanna ’78, Suðurgötu 3, Reykjavík.