Skip to main content
FélagsstarfFréttirTilkynning

Páskafrí og félagslíf

By 12. apríl, 2017maí 28th, 2020No Comments

Skrifstofan verður lokuð frá 13. apríl til og með 17. apríl auk 20. apríl. Félagslífið okkar fer þó ekki frí og bendum við á skemmtilega viðburði á næstu opnu húsum:

Á skírdag þann 13. apríl mun nýstofnaður hinsegin bókmenntaklúbbur hittast í fyrsta sinn. Í klúbbnum skapast tækifæri fyrir áhugafólk til að koma saman, lesa og ræða íslenskar bókmenntir sem snerta á hinsegin tilveru. Öll velkomin – formleg reynsla af bókmenntalestri er með öllu óþörf! Sjá viðburðinn hér.

Á sumardaginn fyrsta þann 20. apríl verður svo boðið upp á ókeypis hinsegin tangó námskeið. Kvöldið byrjar kl. 20 á klukkutíma kennslu þar sem farið er í grunnþættina að fylgja og leiða, talað um hugtakið hinsegin tangó og kynntir möguleikarnir fyrir þátttakendum á að nota spuna til að tjá sig í tangóinum. Engin danskunnátta nauðsynleg og óþarfi að mæta með partner – bara góða skapið. Öll velkomin. Sjá viðburðinn hér.

Leave a Reply