Skip to main content
Fréttir

Reykjavík Shorts & Docs – LGBT

Kæru félagar.
 
Á fimmtudaginn opnar Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðin í ellefta sinn og ár býður hún upp á sérstakan LGBT flokk.
Á dagskrá LGBT flokksins eru þrjár heimildamyndir í fullri lengd, sérstök stuttmyndadagskrá og að auki tvær íslenskar stuttmyndir að keppa til verðlauna. 
Endilega kynnið ykkur dagskrána en hátíðin stendur yfir frá 9. – 16. maí. http://www.shortsdocsfest.com/

How To Survive a Plague – David France
 
Við kynnum með stolti margverðlaunaða mynd, tilnefnda til Óskarsverðlauna, er fjallar um baráttu hinsegin grasrótarsamtaka í bandaríkjunum á níunda og tíunda áratugnum við heilbrigðiskerfið og lyfjaiðnaðinn þegar alnæmisfaraldurinn geysaði sem hæst innan raða samkynhneigðra. Frábær mynd sem allir ættu að sjá sem hafa áhuga á sögu hinsegin fólks og vitnisburður um hverju kraftur grasrótarsamtaka getur áorkað.
 
 
Sýnd í Bíó Paradís 10. maí kl. 22.00 og 16. maí kl. 18.00
Keppir til verðlauna.
 
 
The Love Part of This – Lya Guerra
 
Snemma á áttunda áratugnum yfirgáfu hinar afar ólíku Grace og Grace eiginmenn sína ásamt börnum sínum til að hefja saman langt og viðburðaríkt ástarsamband. Þessi fyndna og mannlega mynd fjallar um lífið og ástina og tekur á sig óvæntan snúning undir lokin. 
 
 
 
Sýnd í Bíó Paradís 9. maí kl. 22.00 og 12. maí kl. 20.00
Keppir til verðlauna.
 
 
For You Naked – Sara Broos
 
Þekktur sænskur listmálari og ungur brasilískur dansari hittast á Skype og ákveða að hittast þrátt fyrir að tala ekki sama tungumálið. Þetta markar upphaf ófyrirsjáanlegrar og köflóttrar ástarsögu þar sem dansinn milli ástarþrár og innri djöfla stelur sviðsljósinu. 
 
 
 
Sýnd í Bíó Paradís 15. maí kl. 20.00 og 16. maí kl. 22.00
Keppir til verðlauna.
 
 
LGBT Dagskrá í Slippbíó Laugardaginn 11. maí kl. 18.00 – FRÍTT INN
Mætið tímanlega því sætafjöldi er takmarkaður.
 
 
Film My Desire – Gonzalo H. Rodriguez (24 min)
 
Listræn tilraunamynd sem rannsakar þrá og kynhneigð. Myndin svífur á mörkum raunveruleika og skáldskapar, erótíkur og sjálfskoðunar. 
 
 
My Love –  Iben Haahr Andersen (66 min)
 
Paul stendur á sextugu og er einn síðustu smábátasjómanna Danmerkur. Hann á erfiða sögu að baki og lifir kyrrlátu lífi á Jótlandi. En lífið kemur á óvart og þegar Paul kynnist Mai frá Taílandi hefst alveg nýr kafli. Falleg mynd sem tekur að auki á ýmsum málum sem vert er að hugsa um í dag. 
 
 
 
Julian – Antonio da Silva (10 min)
 
Ljóðræn blanda af vegamynd og sumarástarsögu
 
 
Bóbó (A Man Apart) – Barði Guðmundsson
 
Árið er 1973 og Víetnamstríðið er í andarslitrunum. Heimurinn er að breytast. Í litlum bæ á Íslandi, fjarri dyn mannkynssögunnar, fellur ungur maður fyrir hermanni af vellinum.
Keppir til verðlauna fyrir bestu íslensku stuttmynd.
 
Sýnd í Bíó Paradís sunnudaginn 12. maí kl. 18.00 og miðvikudaginn 15. maí kl. 22.00
 
 
No Homo – Guðni Líndal Benediktsson 
 
Einföld setning getur snúið við heiminum. Arnar fer framúr sér í tilraun til að viðurkenna samkynhneigð vinar síns. Þetta getur bara endað illa. Mynd um vináttu og viðurkenningu og fáránlega vandræðalega gagnkynhneigða stráka að reyna að taka á óvæntum fréttum.
Keppir til verðlauna um bestu íslensku stuttmynd.
 
Sýnd í Bíó Paradís sunnudaginn 12. maí kl. 18.00 og miðvikudaginn 15. maí kl. 22.00

Leave a Reply