„Biblían var áður fyrr notuð sem vopn gegn kosningarétti kvenna, því talið var að konur ættu að þegja á samkundum. Í dag má nota það gegn okkur að í lögum Móse er sagt eitthvað um samræði sem getnaðarathöfn. Ef fólk ætlar að nota slíkt gegn okkur þá finnst mér að það væri heiðarlegast að stíga skrefið til fulls ? eins og páfinn í Vatíkaninu ? og banna getnaðarvarnir og fóstureyðingar og samræði, nema getnaður standi fyrir dyrum. Samkynhneigð er ekki afmörkuð við kynlífsathafnir, heldur ástarhneigð og möguleika fólks af sama kyni til að lifa saman. Snorri í Betel og Gunnar í Krossinum telja að það þurfi að lækna fólk og frelsa það frá sjálfu sér. Samkynhneigð hefur alltaf verið til í öllum þjóðfélögum. Hitler reyndi að útrýma samkynhneigðum í gasklefum og Stalín gekk einnig hart að þeim. Samkynhneigðir voru ofsóttir á McCarthy-tímabilinu í Bandaríkjunum, en það hafði lítil áhrif því að samkynhneigðir lifðu af allar þessar ofsóknir. Á sama hátt munum við lifa menn eins og Gunnar í Krossinum og Snorra í Betel.“
Margrét Pála Ólafsdóttir í Helgarpóstinum 1996.