„Að hlaupa er frábær hreyfing sem verður enn betri ef hægt er að styrkja góð málefni um leið. Ef þú vilt hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2011 þarftu að byrja á því að skrá þig í hlaupið og fara síðan inná hlaupastyrkur.is til að setja áheitasöfnun í gang.
Þegar þú skráir þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á marathon.is býðst þér í skrefi 4 af 8 að skrá þig sem góðgerðahlaupara fyrir ákveðið góðgerðafélag. Haka þarf í reitinn „Já, ég vil hlaupa til góðs“ og velja góðgerðafélag í fellilistanum. Veljir þú að hlaupa til góðs birtist nafn þitt hér á hlaupastyrkur.is og hver sem er getur heitið á þig með því að senda sms eða greiða með kreditkorti. Þú getur notað innskráningarupplýsingarnar sem þú fékkst sendar í tölvupósti til að fara inná þitt nafn hér á hlaupastyrkur.is. Þar getur þú bæði sett inn myndir og sagt frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir tiltekið félag. Þau sem þegar hafa skráð sig í hlaupið en völdu ekki góðgerðafélag við skráningu þurfa að smella hér til að stofna sér aðgang hér á hlaupastyrkur.is.“