Áður LGB teymið
Samtökin 22 og Samtökin ’78 eru ekki tengd félög. Samtökin 22 eru lítill hópur fólks sem hafa frá stofnun sinni ekki unnið að hag samkynhneigðra (sjá t.d. yfirlýsingu fjölda samkynhneigðra og undirskriftalista hér) heldur fyrst og fremst alið á fordómum gegn trans fólki, líkt og auðvelt er að sjá af samfélagsmiðlavirkni þeirra og öllum opinberum málflutningi. Áður hét félagið LGB teymið og er systurfélag transfóbíska félagsins LGB Alliance í Bretlandi.
Samtökin 22 starfa því undir því yfirskini að vinna að réttindum homma og lesbía, en í öllum tilvikum virðist barátta þeirra fyrst og fremst snúast um að ráðast að réttindum trans fólks sem tryggð eru með lögum um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019. Þau hafa markvisst beint spjótum sínum að Samtökunum ‘78 fyrir að gæta hagsmuna trans fólks í íslensku samfélagi. Yfirlýst stefna Samtakanna ‘78 er að við erum félag alls hinsegin fólks á Íslandi og Samtökin 22 ganga því gegn öllu því sem við vinnum að á degi hverjum.