Hér geta skráðir sjálfboðaliðar skoðað þau verkefni sem eru í gangi og fylgst með komandi viðburðum fyrir sjálfboðaliða
#326
Vinastuðningur
Við auglýsum eftir sjálfboðaliða til að hitta íraskt par. Þeir eru hommar á aldrinum 25-30 ára og hafa nýverið fengið dvalarleyfi á Íslandi. Þeir vilja hitta fólk til að fá að vita meira um Ísland, læra íslensku og efla félagsleg tengsl. Skráðu þig hér að neðan og við munum tengja ykkur saman. Hægt er að hittast í húsnæði Samtakanna ’78 ef sjálfboðaliða finnst það þægilegra. Ábyrgðaraðili: Daníel E. Arnarsson.
Tími: 1-2 klst. á tveggja til þriggja vikna fresti
Kröfur: Enskukunnátta (kjósa helst íslensku), kunnátta á Google Translate, tilbúinn í spjall
#325
Vinastuðningur
Við auglýsum eftir sjálfboðaliða til að hitta yndislega konu. Hún er lesbía, frá Frakklandi og talar íslensku. Hún er á aldursbilinu 35-45 ára. Hefur búið á Íslandi í yfir áratug og vill kynnast skemmtilegri manneskju. Skráðu þig hér að neðan og við munum tengja ykkur saman. Hægt er að hittast í húsnæði Samtakanna ’78 ef sjálfboðaliða finnst það þægilegra. Ábyrgðaraðili: Daníel E. Arnarsson.
Tími: 1-2 klst. á tveggja vikna fresti
Kröfur: Tilbúinn í spjall, íslenska- ensku- eða frönskukunnátta
#324
Vinastuðningur
Við auglýsum eftir sjálfboðaliða til að hitta yndislega konu. Hún er lesbía, frá Bandaríkjunum, talar ensku og er á aldursbilinu 40-50 ára. Hefur verið mjög aktív í hinsegin baráttunni í Bandaríkjunum. Skráðu þig hér að neðan og við munum tengja ykkur saman. Hægt er að hittast í húsnæði Samtakanna ’78 ef sjálfboðaliða finnst það þægilegra. Ábyrgðaraðili: Daníel E. Arnarsson.
Tími: 1-2 klst. á tveggja vikna fresti
Kröfur: Enskukunnátta, tilbúinn í spjall
#320
Skipulagning á skrifstofu
Okkur vantar einn skipulagssnilling til að koma til okkar á skrifstofuna og aðstoða okkur við að koma hirslum og geymslu í Suðurgötu 3 í gott horf, eins að yfirfara nokkrar bækur sem Samtökin eiga. Sjálfboðaliði mun vinna verkefnið með Sigurgeir Inga.
Tími: 10-12 klst.
Kröfur: Skipulagshæfni og útsjónarsemi
#321
Flokkun fréttasafns á vefnum
Við auglýsum eftir sjálfboðaliða til að flokka efni á vefnum. Um er að ræða 3000 færslur inni á vefnum samtokin.is. Vefurinn er keyrðu af WordPress. Sjálfboðaliði mun vinna með Daníel E. Arnarssyni.
Tími: 30-40 klst.
Kröfur: Góð kunnátta á tölvur og grunnkunnátta á WordPress
#323
Smiðsvinna og smálegt viðhald
Við leitum eftir sjálfboðaliða sem getur tekið að sér ýmis smáverk, svo sem að laga eina hurð, setja plötu á vegg, smáleg spartslvinna o.fl. Mikill kostur ef möguleiki er á að mæta með eigin verkfæri.
Tími: 4 klst.
Kröfur: Reynsla af smiðsstörfum eða öðrum verkstörfum og handlagni
#355
Safna vinningum fyrir jólaleik
Við auglýsum eftir sjálfboðaliða til að flokka efni á vefnum. Um er að ræða 3000 færslur inni á vefnum samtokin.is. Vefurinn er keyrðu af WordPress. Sjálfboðaliði mun vinna með Daníel E. Arnarssyni.
Tími: 30-40 klst.
Kröfur: Góð kunnátta á tölvur og grunnkunnátta á WordPress