Föstudaginn 11. mars munu Viggó og Víóletta kynna í fyrsta sinn í Reykjavík glænýjan söngleik á
skemmtistaðnum BARBARA!
SJÁLFSHJÁLPARSÖNGLEIKURINN MEÐ VIGGÓ OG VÍÓLETTU
Gleðiparið hefur tekið saman sögu sína og reynslubanka og ætla að deila öllu lífi sínu með áhorfendum
svo þeir geti farið út sem jákvæðari og hamingjusamari mannverur. Söngleikurinn er fullur af leiftrandi
húmor, miklum söng og gallbeiskri ádeilu á nútímasamfélag. Þar koma fyrir upplifun parsins á fordómum
hvers konar, lýtaaðgerðum, þungarokki og leitinni að lífshamingjunni.
Tónlistin er fengin úr fjölmörgum þekktum söngleikjum og lögin ýmist endurþýdd eða notuð eins og þau
koma fyrir.
Búast má við konfettisprengju, gráti og hlátri, meðan þau rekja úr sér garnirnar og segja sína sögu til að
gera líf áhorfenda betra.
Upphitun mun verða í höndum Pörupiltanna Dóra Maack og Nonni Bö og hefja þeir leik kl 21:30 á
skemmtistaðnum BARBÖRU, Laugavegi 22!
FRÍTT INN
Leikhópinn skipa Bjarni Snæbjörnsson leikari, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leikkona, Heiðar Sumarliðason
leikstjóri og leikskáld. Handritið er eftir þau þrjú en þar að auki eiga fleiri þýðendur texta í sýningunni:
Ævar Þór Benediktsson og Megas
Um Viggó og Víólettu:
Viggó og Víóletta eru leikin af þeim Bjarna Snæbjörnssyni og Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur. Þau eru bæ menntaðir og reyndir leikarar og fantasöngvarar.
Viggó og Vióletta er hið konunglega söngleikjapar og koma fram við hvaða tækifæri sem er, allt til þess að breiða út gleðiboðskap söngleikja. Öll atriði Viggó og Víólettu
leiftra af húmor og kímni. Þau eru óhræ við að taka sig ekki of alvarlega og gera óspart grín að sér sjálfum sem flytjendum þó þau myndu aldrei viðurkenna það sjálf. Þau eru
þekktust fyrir syrpurnar sínar þar sem úir og grúir af öllum vinsælustu söngleikjalögunum og fleirum til. Viggó og Víóletta hafa skemmt stanslaust síðan sumarið 2008, bæði
sem veislustjórar og einnig koma þau fram á fögnuðum hvers konar með eitt allsherjar gleðibombuatriði með tilheyrandi búningum. Þau eiga gott búningasafn og fjöldan
allan af söngleikjalögum á lager og finnst ekkert skemmtilegra en að deila gleðinni með áhorfendum.