Draggkeppni Íslands mun halda uppá 10 ára afmæli sitt 8.ágúst nk. og stendur kráning yfir þessa dagana. Við hvetjum bæði kynin að til að skrá sig þ.e. Drag-drottningar á móti Dragg-kóngum. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Dragg-kóngar konur sem koma fram í karlmannsgervi.
Þetta er í þriðja skiptið sem kóngar fá að keppa í þessarri keppni og hafa
stelpurnar svo sannarlega ekki slegið slöku við í frumlegheitum og listtilburðum. Það er afar fátítt að kynjunum sé att hvort gegn hvoru öðru með þessum hætti og telst það einsdæmi í heiminum að bæði kynin fái að keppa saman í einu. Hins vegar eru tveir titlar í boði: draggdrottning og draggkóngur Íslands!
Hægt er að skrá sig á netfangið dragkeppni@visir.is
Hér fyrir neðan eru myndir af sigurvegurum síðustu keppni sem fram fór í
Þjóðleikhúskjallaranum. Sigurvegararnir voru skötuhjúin Aurora Borealis og Dóri Maack.
-Draggkeppni Íslands 2007
Georg 696-3892
Framkvæmdastjóri