Tilkynningar Helgina 20. ? 22. júní 2003.
Hugmyndin er að fara í menningar- stuðnings- skemmtiferð.
Fyrst og fremst er markmið ferðarinnar að sýna lesbíum í Færeyjum stuðning.
Í Færeyjum eru engin samtök og enginn staður þar sem lesbíur koma saman á.
Réttindi samkynhneigðra í Færeyjum eru engin.
Við trúum því að með sýnileikanum munum við koma til með að hafa áhrif á umræðuna í Færeyjum.
Færeysku stelpurnar þurfa á okkar stuðningi að halda.
Uppákomur ýmiss konar eru fyrirhugaðar og óskum við eftir hugmyndum.
Verið er að sækja um styrki vegna ferðarinnar.
Flug frá Reykjavík föstudag kl. 18:15.
Flug frá Færeyjum sunnudag kl. 14:10.
Fargjald: 24.345,- fyrir styrk en eftir skatt!
Gisting: A.m.k. mjög ódýr.
Ef þú hefur áhuga á að slást í för með okkur láttu þá endilega vita með því að senda tölvupóst á póstfang konurmedkonum@hotmail.com
Ferðanefndin
Inga og Sara Dögg