Skip to main content
Fréttir

VEGANESTI Í HINSEGIN VEGFERÐ: UPPELDI OG MENNTUN TIL ÞÁTTTÖKU OG ÁBYRGÐAR

By 13. mars, 2008No Comments

Föstudaginn 14. mars heldur Sigrún Sveinbjörnsdóttir fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum fyrirlestraraðar Samtakanna ´78, Með hinsegin augum. Fyrirlesturinn nefnist Veganesti í hinsegin vegferð: Uppeldi og menntun til þátttöku og ábyrgðar. Fyrirlesturinn er fluttur í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12:15 á hádegi. Að þeim loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram fyrirspurnir og taka þátt í stuttum umræðum.

Föstudaginn 14. mars heldur Sigrún Sveinbjörnsdóttir fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum fyrirlestraraðar Samtakanna ´78, Með hinsegin augum. Fyrirlesturinn nefnist Veganesti í hinsegin vegferð: Uppeldi og menntun til þátttöku og ábyrgðar.

Sigrún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1966, embættisprófi í sálfræði frá Gautaborgarháskóla 1975 og doktorsprófi í sömu fræðum frá LaTrobe háskóla í Melbourne árið 2001. Hún er nú dósent við Háskólann á Akureyri. Auk kennslustarfa á ýmsum skólastigum hefur Sigrún stundað sálfræðistörf, einkum með starfsfólki skóla og foreldrum barna og unglinga. Um árabil hefur hún stundað samanburðarrannsóknir á unglingum með áherslu á áhættu- og verndarþætti og það hvernig ungt fólk spjarar sig í amstri dagsins. Í fyrirlestri sínum fjallar Sigrún m.a. um gagnkynhneigðarrembu og -viðmið (heterosexism og heteronormativity) í skólum eins og þær tilhneigingar birtast í námsefni og hvaða veganesti út í lífið það er hinsegin börnum og unglingum í skólum svo og ástvinum þeirra. Hugað verður að því hvaða aðferðir hafi verið reyndar sem helst duga til verndar hinsegin nemendum og ungum ástvinum hinsegin fólks í skólum.

Fyrirlesturinn er fluttur í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 12:15 á hádegi. Að þeim loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram fyrirspurnir og taka þátt í stuttum umræðum.

-Samtökin ´78

 

 

Leave a Reply