Tilkynningar
Samtökin ´78 og Mannréttindaskrifstofa Íslands bjóða til málþings á 25 ára afmælisári félagsins.
Norræna húsið, föstudaginn 31. janúar 2003 kl. 15-17
Frummælendur:
Rannveig Traustadóttir, dósent við Háskóla Íslands
Þögn, ósýnileiki, áreitni og mismunun:
Reynsla samkynhneigðra á vinnumarkaði
Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður
Lagaumhverfi ? Úrræði
Páll Hreinsson, prófessor við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Persónuverndar
Almennar reglur um meðferð persónuupplýsinga við ráðningu í starf
Bergþóra Ingólfsdóttir, fulltrúi á lögmannsstofu
„Spurt var um kynhneigð vegna sérstakra aðstæðna“
Um persónuvernd og ráðningar
Árelía E. Guðmundsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík
Skiptir kynhneigð máli á vinnustað?
Halldór Guðmundsson, útgefandi
Viðhorfsbreyting á vinnustöðum
Nokkrar dæmisögur
Í stuttum framsöguerindum er rætt um íslenska löggjöf eins og hún snýr að samkynhneigðum á vinnumarkaði. Fjallar er um persónuvernd, einkalíf og siðferði í starfsmannaráðningum og starfsmannahaldi og tekin nýleg íslensk dæmi af slíku hvað samkynhneigða varðar. Rætt um nauðsyn fjölbreytileikans og jafnréttisákvæða í starfsmannastefnu sem tekur af öll tvímæli í afstöðu til samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa og tekin dæmi af reynslu vinnuveitenda af samskiptum við samkynhneigða á vinnustað. Lýst er reynslu samkynhneigðra af kúgun á vinnustað og sagt frá erlendum rannsóknum.
Umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri: Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður.
Fjölmennið á fyrsta málþing á Íslandi um samkynhneigða á vinnumarkaði.