Skip to main content
Fréttir

www.samtokin78.is – Aðsókn eykst um helming

By 14. febrúar, 2003No Comments

Frettir Nýlega átti vefur Samtakanna ´78 tveggja ára afmæli en það var hinn 20. janúar. Frá upphafi hefur umferð um vefinn verið mæld og er ljóst af þeim tölum að umferðin hefur aukist verulega.

Fjöldi heimsókna nú á öðru ári vefjarins eru 19.242 talsins. Það gerir að meðaltali 1604 heimsóknir á mánuði eða 53 á dag. Í fyrra voru þær hins vegar 1100 á mánuði eða 36 á dag. Því er ljóst að heimsóknum hefur fjölgað um ein 47% á einu ári.

Athyglisvert er líka að skoða hvenær aðsóknin er mest. Mesti fjöldi á einum sólarhringi er 124 heimsóknir (var 93 í fyrra) og átti sér stað mánudaginn 12. ágúst 2002. Dagsetningin ætti ekki að koma á óvart því að það var fyrsti virki dagur eftir að Hinsegin dagar voru haldnir í Reykjavík. Rólegasti dagurinn var hins vegar gamlársdagur, 31. desember, með 16 heimsóknir. Meðaltal heimsókna um helgar var 41 en 58 á virkum dögum.

Vert er að geta þess að hér er ekki verið að mæla fjölda fletta heldur aðeins fjölda innlita (heimsókna). Flettur gesta eru auðvitað mun fleiri en fjöldi heimsókna.

Leave a Reply