Skip to main content
Fréttir

Útilega KMK 23 – 25. júlí

By 16. júlí, 2004No Comments

Tilkynningar Jæja útivistakonur, þá fer að styttast í sumarútilegu KMK. Í sumar hefur verið ákveðið að fara að Laugum í Sælingsdal, en það er á Vesturlandi í um 16 km frá Búðardal. Á Laugum er ágætis tjaldstæði en fyrir þær sem eru t.d. bakveikar eða lítið fyrir að kúldrast í tjaldi þá er Eddu Hótel á svæðinu. Þetta er mjög fallegur og skemmtilegur staður og geta gestir fundið sér ýmsa afþreyingu, bæði á svæðinu og í nágrenni þess. Á Laugum er mjög fín sundlaug með heitum potti og einnig Byggðarsafn Dalamanna en það geymir ýmsa merka muni úr héraðinu. Eiríksstaðarsafn í Haukadal er einnig áhugavert sögusafn, en þar fundust rústir af bæ Eiríks Rauða á þarsíðustu öld og byggður hefur verið tilgátubær sem er nákvæm eftirmynd skálans sem rústirnar fundust af.

Möguleiki er á tveimur stuttum gönguleiðum. Báðar eru þær frá Laugum og liggur önnur upp að Tungustapa sem sagður er vera álfakirkja (c.a. hálfs tíma ganga) og hin að Svörtuklettum sem eru ofan við Laugar (c.a. 2 tímar). Síðan má auðvitað skella sér í bíltúra t.d. fyrir Strandir þ.e. um Fellsströnd út Klofning og Skarðsströnd til baka um Svínadal. Auk þess er líka bara hægt að leika sér t.d. í ýmsum boltaleikjum, hlaupaleikjum, þrautaleikjum eða hverju öðru sem konum og fjölskyldum dettur í hug. Vonandi mun einhver koma með gítar og ef svo heppilega vill til að einhver kann að spila á hann þá getum við tekið lagið saman! Hver veit nema lítil söngbók verði tekin saman og fjölrituð í örfáum eintökum. Vinsamlega sendið óskalög til Fríðu.

Handhægar verðlagsupplýsingar:
Verð á tjaldstæði: 600 krbr>. nótt pr. mann, frítt fyrir 12 ára og yngri.
Hótel Edda: 5000 kr . nóttin í einstaklingsherbergi
6400 kr . nóttin í tveggjamannaherbergi
850 kr. Svefnpokapláss
250 kr. Aðgangseyrir að Sundlaug með heitum potti.

Leave a Reply