Skip to main content
Fréttir

Landsfundur Samfylkingarinnar – Hörður Torfason fær hvatningarverðlaun

By 2. nóvember, 2003No Comments

Frettir Tónlistarmaðurinn Hörður Torfason fékk í dag hvatningarverðlaun Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Hörður fær verðlaunin fyrir baráttu sína fyrir réttindum samkynhneigðra en hann var einn stofnenda Samtakanna ´78. Við afhendingu þeirra sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, meðal annars: ?Hann barðist öðrum fremur fyrir því um margra ára skeið að Samtökin ´78 voru stofnuð. Í dag hafa þau unnið sér virkan þegnrétt í íslensku samfélagi.? Eftir að Hörður hafði tekið á móti verðlaununum sagði hann: ?Mig grunaði ekki fyirr 28 árum þegar ég hóf þessa baráttu að ég ætti eftir að standa hér og fá fallegar rósir og viðurkenningu. Takk fyrir mig.?

mbl.is greindi frá

Leave a Reply