Skip to main content
Fréttir

Barnabók Madonnu komin út – Úgáfuveilsa í Pennanum/Eymundsson klukkan 20:00

By 15. september, 2003No Comments

Tilkynningar Mánudaginn 15. september kemur út bókin

ENSKU RÓSIRNAR

eftir hina þekktu listakonu Madonnu.

Mikil leynd hefur hvílt yfir útliti og efni bókarinnar og verður hulunni ekki svipt af leyndardómnum fyrr en þegar Ensku rósirnar koma í búðir á 30 tungumálum í yfir 100 löndum mánudaginn 15. september á slaginu kl. 20:00. Þetta er í fyrsta sinn í útgáfusögunni sem bók kemur út á sama tíma í svona mörgum löndum. Ensku rósirnar er ætluð lesendahópnum 6-9 ára en eins og Madonna segir sjálf: ?bókin er fyrir börn á öllum aldri…fullorðin líka.? Bókin er sú fyrsta í fimm bóka röð sem allar eru sjálfstæðar og mjög ólíkar innbyrðis.

Blásið hefur verið til mikillar veislu hjá bókaforlaginu Gallimard í París í tilefni útgáfunnar þar sem fulltrúi Máls og menningar verður viðstödd ásamt Madonnu og fleiri bókmenntafrömuðum og Madonna sjálf sýnir fyrsta eintakið á slaginu átta.

Boðið verður til veislu hér á Íslandi á sama tíma og er öllum börnum og foreldrum þeirra boðið til veislu í verslun Pennans/Eymundsson, Austurstræti þar sem íslenska útgáfan verður afhjúpuð með mikilli viðhöfn.

Páll Óskar syngur og afhjúpar bókastaflann á slaginu átta

Silja Aðalsteinsdóttir les úr þýðingu sinni á bókinni

Öll börn verða leyst út með gjöfum

Boðið verður upp á léttar og hollar veitingar

Veislan hefst klukkan 19:30 og öllu verður lokið á slaginu 20:30 svo vonandi raskast háttatímar ekki mikið.

Leave a Reply