Skip to main content
Fréttir

Bandaríkin – Samkynhneigður biskup vígður

By 3. nóvember, 2003No Comments

Frettir Hinn samkynhneigði prestur Gene Robinson var í kvöld vígður biskup í New Hampshire í Bandaríkjunum. Hann er fyrsti prestur biskupakirkjunnar, sem hefur opinberlega gengist við samkynhneigð sinni, til vígjast til biskups. Vígslan hefur valdið kröftugum mótmælum, sérstaklega á meðal afrískra og suður-amerískra kirkjuleiðtoga.

Sjálfur segir Robinson, sem býr í sambúð með öðrum manni, að hann hafi fengið ákall frá guði eftir að hafa þjónað sama biskupsdæminu í meira en 30 ár.

Veldur mótmælum

Sérstaklega hafa afrískir kirkjuleiðtogar mótmælt útnefningunni. Á síðustu dögum hefur biskupakirkjan bæði í Kenía og Úganda hótað því að slíta sambandi sínu við bandarísku kirkjuna og Global South, sem telur 50 milljón safnaðarmeðlimi í þriðja heiminum, vill ekki viðurkenna Gene Robinson sem biskup í New Hampshire. Úganska biskupakirkjan ætlar sér að slíta sambandi sínu við sérhvert biskupadæmi sem vígi samkynhneigða meðlimi eða leyfi giftingar samkynhneigðra. Í kvöld ætluðu 4.000 manns að safnast fyrir utan íþróttaleikvanginn, þar sem hann vígðist, til að mótmæla vígslunni. Búist var við 40 biskupum í mótmælastöðuna.

Undir verndarvæng FBI gegn ofsatrú

Robinson hefur verið undir vernd bandarísku alríkislögreglunnar FBI allan sólarhringinn síðustu daga vegna hótana ofsatrúarfólks. Á ráðstefnu samkynhneigðra presta í Manchester um helgina sagði Robinson lögregluna hafa miklar áhyggjur af öryggi sínu. FBI óskaði eftir því að hann myndi ekki mæta á ráðstefnuna því hún gæti ekki tryggt öryggi hans þar. Á ráðstefnunni flutti Robinson ræðu sína um gervihnött frá New Hampshire þar sem hann var vígður biskup.

Nánar er fjallað um málið á Vårt Land, www.vl.no, og í fyrri frétt okkar.

-AH

Leave a Reply