Skip to main content
Fréttir

KMK – Veiðiferð

By 10. júní, 2004No Comments

Tilkynningar KMK fer í sína árlegu veiðiferð helgina 26.-27. júní.

Að þessu sinni verður farið að Heiðavatni við Vík í Mýrdal, en fegurri blett gefur vart að líta á Suðurlandi; stórkostleg fjallasýn og gott undirlendi. Í vatninu er yfirleitt mjög góð veiði, en þar er bæði bleikja og urriði og jafnvel von á laxi og sjóbirtingi. Þess má t.d. geta að Þóra Gerður og Eygló fóru þarna í lok maí og komu heim með hvorn sinn laxinn ásamt slatta af bleikjum!

Þarna er gott tjaldstæði með salernisaðstöðu og rennandi vatni, en ekki aðgangur að skála svo takið regnstakkana með svona ?just in case?. Verð á tjald er kr. 500 nóttin en veiðileyfi kostar 1500kr. sólarhringinn, og er hvort tveggja selt á bænum Litlu-Heiði sem er rétt við vatnið.

Stutt er í alla þjónustu og þægindi í Vík fyrir þær sem ekki nenna að tjalda eða langar ekki að veiða, en vilja samt skella sér með í góðum félagsskap.

Fjölkvennum nú og hrellum fiskana!

Þær sem vilja spyrja eitthvað nánar út í þetta geta haft samband við Þóru Gerði eða hringt beint að Litlu-Heiði þar sem veiðileyfin eru seld í s. 487-1266

-stjórn KMK

Leave a Reply