Tilkynningar Gestur trúarhóps fimmtudaginn 7. febrúar verður dr. Sólveig Anna Bóasdóttir. Hún mun ræða þar um rannsóknarefni sitt: Ofbeldi gagnvart samkynhneigðum innan kirkju og guðfræði.
Sólveig Anna er guðfræðingur að mennt, og doktorsritgerð hennar við Uppsalaháskóla á liðnu ári fjallaði um ofbeldi gagnvart konum innan kirkju og guðfræði. Það verður athyglisvert að fræðast um hugmyndir Sólveigar Önnu, og dýrmætt til þess að vita að fræðasamfélagið á Íslandi skuli gera samkynhneigð og kirkju að rannsóknarefni.
Fundurinn með Sólveigu Önnu er haldinn í menningar- og félagsmiðstöð Samtakanna ´78 á Laugavegi 3, og hefst kl. 20.
Allir eru velkomnir.