Skip to main content
Fréttir

Jens Rydström heldur fyrirlestur – Staðfest samvist: Frelsandi afl eða valdstjórnartæki?

By 7. október, 2003No Comments

Tilkynningar Dr. Jens Rydström frá Stokkhólmi heldur fyrirlestur í Regnbogasal Samtakanna ´78 föstudagskvöldið 24. október kl. 21. Fyrirlesturinn nefnist Fimmta hjúskaparformið. Lögin um staðfesta samvist á Norðurlöndum. Í fyrirlestri sínum fjallar gestur okkar um sögu og pólitískt mikilvægi samvistarlaganna á Norðurlöndum. Hafa þau fært þau samkynhneigðum aukið frelsi eða eru þau í rauninni dulið valdstjórnartæki?

Að fyrirlestri loknum mun Jens spjalla við gesti, svara spurningum og skiptast á skoðunum um þróun mála á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Hér er einstakt tækifæri til að kynnast og hlusta á einn fremsta fræðimann Norðurlanda í sögu samkynhneigðra.

Jens Rydström varð doktor í sagnfræði árið 2001 og nefnist doktorsritgerð hans Sinners and Citizens: Bestiality and Homosexuality in Sweden, 1880-1950 en hún kemur út um þessar mundir hjá University of Chicago Press. í Bandaríkjunum. Hann starfar nú sem fræðimaður og kennar við Miðstöð kynjafræða við Háskólann í Stokkhólmi þar sem hann rannsakar um þessar mundir það efni sem hann ætlar að spjalla um í Regnbogasalnum

Fyrirlesturinn og umræðurnar fara fram á ensku.

Veitingar á boðstólum

Allir velkomnir


Dr. Jens Rydström from the University of Stockholm is our guest in the Rainbow Room, Laugavegur 3, Friday 24 Oct at 9 p.m. with a lecture called The fifth marital status: On the laws on registered partnership in the Scandinavian countries, Here Jens Rydström discusses the history and political significance of the laws on registered partnership in the Nordic countries. Are they a tool for liberation or a mechanism of control? The lecture is presented in English.

Jens Rydström will also be giving a lecture at the Center of Gender Studies at the University of Iceland, Thursday 23 Oct on the topic Sinners and Citizens: Bestiality and Homosexuality in Sweden, 1880-1950, There he explores the history of homosexuality and bestiality in Sweden to consider why these sexual practices have been so closely linked in virtually all Western Societies. Based on diaries, medical records and court reports, his research reveals the changing notion of deviant behaviour.

Leave a Reply