Skip to main content
Fréttir

AÐ GEFNU TILEFNI

By 14. febrúar, 2007No Comments

Í tilefni af umræðu um úrræði sem eiga að snúa einstaklingum frá samkynhneigð til gagnkynhneigðar, vilja Samtökin ´78 koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri. Engar viðurkenndar rannsóknir hafa sýnt fram á hægt sé að breyta kynhneigð fólks með meðferðúrræðum af nokkru tagi né að slíkt sé yfirleitt æskilegt. Afstaða hins akademískra fræðasamfélags, sem byggist á viðurkenndum og endurteknum rannsóknum, er mjög skýr og afdráttarlaus, þ.m.t. landlæknis.

Í tilefni af umræðu um úrræði sem eiga að snúa einstaklingum frá samkynhneigð til gagnkynhneigðar, vilja Samtökin ´78 koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri.

Engar viðurkenndar rannsóknir hafa sýnt fram á hægt sé að breyta kynhneigð fólks með meðferðúrræðum af nokkru tagi né að slíkt sé yfirleitt æskilegt. Afstaða hins akademískra fræðasamfélags, sem byggist á viðurkenndum og endurteknum rannsóknum, er mjög skýr og afdráttarlaus, þ.m.t. landlæknis. Bandaríska Sálfræðifélagið (American Psychological Association, APA) hefur einnig sent frá sér þá yfirlýsingu að engar útgefnar rannsóknir styðji þá fullyrðingu að til sé meðferð sem breytt geti kynhneigð fólks né að slíkt sé yfirleitt æskilegt. Þá hefur Bandaríska sálfræðifélagið einnig gert alvarlegar athugasemdir við þau „meðferðarúrræði“ sem ýmsir trúarhópar bjóða upp á og er ætlað er að leysa fólk úr viðjum kynhneigðar sinnar, jafnframt því sem þau hafa ítrekað afstöðu fræðasamfélagsins til slíkra úrræða og sagt þau vera gagnslaus og jafnvel skaðleg. Einnig hefur Bandaríska læknafélagið (American Medical Association, AMA) mælt gegn meðferð við samkynhneigð.

Skoðanir þær sem komið hafa fram að undanförnu um að hægt sé að breyta kynhneigð eru forneskjulegar, niðurlægjandi og lýsa mikilli vanþekkingu á lífi samkynhneigðra. Til Samtakanna ’78 leitar árlega stór hópur fólks sem lengi hefur reynt að lifa lífi gankynhneigðra og talið sig ekki hafa haft um annað að velja. Það skiptir máli hvaða skilaboð eru gefin í samfélaginu. Séu skilaboðin á þá lund að samkynhneigð sé synd og eitthvað annars flokks, gerir það samkynhneigðum vitanlega erfitt að horfast í augu við sjálfa sig. Sú jákvæða þróun, sem hefur orðið á viðhorfum til samkynhneigðra hér á landi, er afrakstur áralangrar baráttu homma og lesbía fyrir viðurkenningu á réttindum sínum, réttinum til að lifa í sátt við sjálfa sig. Það er því sorglegt að enn þann dag í dag þurfi hommar og lesbíur að sitja undir forneskjulegum viðhorfum þar sem lítið er gert úr tilveru þeirra og fjölskyldum.

Stjórn Samtakanna ´78
Félags lesbía og homma á Íslandi

 

 

Leave a Reply