Skip to main content
Fréttir

Evrópuþingið gefur tóninn – Vill lagabætur til handa samkynhneigðum

By 16. september, 2003No Comments

Frettir Evrópuþingið mælir með því að hjónabönd samkynhneigðra verði lögleidd innan Evrópusambandsins og að samkynhneigðir fá rétt til þess að ættleiða börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu þingsins um stöðu mannréttindamála í álfunni. Í henni er jafnframt hvatt til þess að öll önnur lagaleg mismunun gagnvart samkynhneigðum verði afnumin.

Í Evrópuþinginu vinna þingmenn frá fimmtán löndum saman eftir hugmyndafræðilegum línum og var ályktunin samþykkt gegn vilja eins þingmannahópsins, kristilegra demókrata, en aðrir studdu málið. Það er því ekki hægt að segja annað en að málið njóti mjög víðtæks stuðnings meðal þingmanna Evrópuþingsins. Skýrslan er þó á engan hátt bindandi fyrir Evrópusambandið eða aðildarlönd þess, en gefur vonandi tóninn fyrir það sem koma skal.

-HTS

Leave a Reply