Þann 23. ágúst 2008 á Menningarnótt Reykjavíkur ætlar Landssamband æskulýðsfélaga. LÆF, og aðildarfélög þess að halda Lifandi bókasafn við Austurvöllinn. Tveir fulltrúar frá Samtökunum ´78 tóku þátt á síðasta ári og mældist það svo vel fyrir að LÆF leita nú aftur eftir tveimur sjálfboðaliðum. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á skrifstofa@samtokin78.is Þann 23. ágúst 2008 á Menningarnótt Reykjavíkur ætlar Landssamband æskulýðsfélaga. LÆF, og aðildarfélög þess að halda Lifandi bókasafn við Austurvöllinn. Tveir fulltrúar frá Samtökunum ´78 tóku þátt á síðasta ári og mældist það svo vel fyrir að LÆF leita nú aftur eftir tveimur sjálfboðaliðum. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á skrifstofa@samtokin78.is
Tímasetning: Kl. 13:00 – 17:00 laugardaginn 23. ágúst 2007
Staðsetning: Í stóru tjaldi á Austurvelli
Markmið með Lifandi bókasafni?
Markmið með Lifandi bókasafni er að vinna gegn fordómum í samfélaginu. Bókasafnið virkar alveg eins og venjulegt bókasafn, nema að í staðinn fyrir bækur þá leigir þú út fólk. Bækurnar eru oftast fulltrúar ólíkra hópa í samfélaginu, hópa sem oft mæta fordómum, búa við misrétti og/eða félagslega einangrun. Lifandi bókasafn á að skapa umgjörð sem gerir áhorfendum/lesendum kleift að setja eigin fordóma og hugmyndir um steríotýpur í brennidepil og gera þeim kleift að skapa friðsælt, jákvætt og skemmtilegt stefnumót milli þeirra og eigin fordóma.