Skip to main content
Fréttir

Svíþjóð – Meirihluti fyrir ættleiðingum samkynhneigðra

By 22. janúar, 2001No Comments

Frettir Allar horfur eru á því að meirihluti sé á sænska þinginu fyrir því að samkynhneigðir fái að njóta jafnréttis við gagnkynhneigða þegar hæfni til ættleiðinga er metin. Þetta er ljóst eftir að nefnd sem þingið skipaði hefur skoðað málið í nokkur misseri. Nefndarmenn úr öllum flokkum, nema flokki ?kristilegra?, hafa tjáð jákvæðar skoðanir sínar til málsins og stærstu stjórnmálaflokkarnir á þinginu lýsa yfir stuðningi sínum opinberlega.

Athygli vekur að sú útbreidda skoðun að lönd þriðja heimsins myndu taka fyrir ættleiðingar til Svíþjóðar yrðu ættleiðingar til samkynhneigðra heimilaðar með lögum, á ekki við rök að styðjast. Nefndin hefur gert könnun í öllum helstu löndum þaðan sem börn eru ættleidd og einungis í örfáum hefur komið fram andstaða við þessa lagabreytingu.

Ættleiðing til samkynhneigðra para í hjónbandi er einungis leyfð í Hollandi, en stjúpættleiðing er leyfð pörum í staðfestri samvist í Danmörku og á Íslandi. Í Belgíu eru einnig uppi áætlanir um að leyfa samkynhneigðum pörum að ættleiða börn.
HFH/Dagens nyheter/Kom Ut

Leave a Reply