Skip to main content
Fréttir

FAS OG SAMTÖKIN ´78 KYNNA: ÉG ER Í SAMTÖKUNUM ´78

By 20. mars, 2007No Comments

Samstöðu-, kynningar- og fræðslufundur fyrir homma, lesbíur, ættingja og vini Regnbogasal Samtakann´78, Laugavegi 3, laugardaginn 24. mars kl. 15 – 17. Boðið verður upp á spennandi dagskra; tónlist, stutt erindi og búta út kvikmyndum.

Dagskrá

Tónlistaratriði – Svava Hildur Bjarnadóttir

Kynning á samverustund – Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, formaður FAS

Bútur úr Kvikmyndinni “Hrein og bein”
Eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Þorvald Kristinsson

Jafningjafræðsla í efri stigum grunnskóla og í framhaldsskólum – Birna Hrönn Björnsdóttir

Að koma út úr skápnum – Silja Hlín Guðbjörnsdóttir:“

Ég er í Samtökunum ´78 – Guðrún Rögnvaldardóttir

Getum við eignast börn? –Guðrún Óskarsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir með dætur sínar

Kaffihlé

Sögur úr tilfinningalífinu – Þorvaldur Kristinsson

Samkynhneigð og grunnskólinn – Sverrir Páll Erlendsson – Frosti Jónsson

Sara – Áki Árnason og Berglind Sigurðardóttir. Kynning á bók sem er ætluð leikskólabörnum um Söru sem á tvo pabba

Góðir gestir – Stuttmynd eftir Ísold Uggadóttur

Hvar og hvenær:
Laugardaginn 24.mars kl. 15:00- 17:00 í húsakynnum Samtakanna´78

-FAS og Samtökin ´78-FAS og Samtökin ´78

Hvað get ég gert sem foreldri eða aðstandandi samkynhneigðra?

Leitað eftir stuðningi!
Aflað sér þekkingar!
Verið sýnileg sem foreldri samkynhneigðs einstaklings!

Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra er sjálfsprottinn félagsskapur sem byggir á starfi foreldra sem hittast reglulega í félagsmiðstöð Samtakanna ´78. Á vettvangi FAS getur foreldri eða aðstandandi samkynhneigðra m.a.:
Nálgast upplýsingar um fræðslu og stuðning
Hitt aðra í sömu stöðu
Gert starf foreldra og aðstandenda sýnilegra

Fundir hjá FAS eru: Annan miðvikudag í mánuði, kl. 20:30 frá september til maí í Félagsmiðstöð Samtakanna ´78, Laugavegi 3, 4. hæð.

Margir foreldrar tala um hve mikilvægt sé að komast í samband við aðra foreldra samkynhneigðra. Að geta tjáð kvíða sinn og áhyggjur, komið hugsunum sínum og tilfinningum í orð og aukið þekkingu sína á samkynhneigð sem er fjölskyldumál.

Bætum líf hvers annars,
með vináttu, þekkingu og þátttöku.

 

 

Leave a Reply