Í október 2006 efndu Samtökin ´78 til samkeppni um nýtt lógó og grafískt útlit fyrir félagið. Verðlaun í samkeppninni voru 150.000 kr. og flugmiðar fyrir tvo til einhvers áfangastaðar Icelandair og Iceland Express í Evrópu. Yfir fjörutíu tillögur og útfærslur bárust og hér til hliðar er tillagan sem bar sigur úr býtum.
Í október 2006 efndu Samtökin ´78 til samkeppni um nýtt lógó og grafískt útlit fyrir félagið. Verðlaun í samkeppninni voru 150.000 kr. og flugmiðar fyrir tvo til einhvers áfangastaðar Icelandair og Iceland Express í Evrópu. Óskað var eftir því að tillögurnar bærust undir dulnefni en yfir fjörutíu tillögur og útfærslur bárust frá nítján hönnuðum. Dómnefnd skipuðu þau Bára Kristín Kristinsdóttir ljósmyndari, Þorvaldur Skúlason verslunarmaður og Guðmundur Oddur Magnússon prófessor við Listaháskóla Íslands sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Tillögurnar voru hafðar til sýnis í Regnbogasalnum í desembermánuði og gátu gestir félagsmiðstöðvarinnar látið álit sitt í ljós á þar til gerðum kosningablöðum.
Niðurstöður dómnefndar og gesta félagsmiðstöðvarinnar voru samhljóða og afdráttarlausar í stuðningi við merki hannað af Bjarka Lúðvíkssyni grafískum hönnuði hjá Hvíta húsinu. Bjarki er enginn aukvisi í gerð lógóa og hannaði hann meðal annars lógó Actavis og Glitnis, en Glitnir er einmitt samstarfsaðili Samtakanna ´78. Merkið myndar tölustafina 78 í mjúkum hringlaga formum og er regnbogalitunum. Það verður í framtíðinni notað á bréfsefni, nafnspjöld, vefhaus og annars staðar þar sem tilefni gefst til.
-HTS