Tilkynningar Jafnrétti 1975 – 2005. Hefur eitthvað áunnist? Er eitthvað eftir?
Kvenréttindafélag Íslands boðar til ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 5. febrúar. Ráðstefnan hefst kl. 11.00 eh.og ráðgert að henni ljúki kl. 14.00. vað hefur áunnist síðan 1975, þegar konur tóku sér frí frá störfum 24. oktober, og hvað er eftir. Erindi flytja, Sjöfn Ingólfsdóttir formaður, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Kristín Ástgeirsdóttir , sagnfræðingur, Berglind Rós Magnúsdóttir jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands og Hólmfríður Sveinsdóttir forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvarinnar á Bifröst. Fundarstjóri verður Guðrún Jónsdóttir fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta Að erindaflutningi loknum verða frjálsar umræður of fyrirspurnir.