Samtökin ´78 stóðu fyrir Hrekkjavöku á Tunglinu síðasta laugardagskvöld í samstarfi við Iceland Express og Iðu. Góður rómur var gerður af kvöldinu og skemmtu allir sér hið besta á litskrúðugu ballinu. Dj Manny og Dj Yamaho héldu uppi fjörinu með flottri tónlist.
Samtökin ´78 stóðu fyrir Hrekkjavöku á Tunglinu síðasta laugardagskvöld í samstarfi við Iceland Express og Iðu. Góður rómur var gerður af kvöldinu og skemmtu allir sér hið besta á litskrúðugu ballinu. Dj Manny og Dj Yamaho héldu uppi fjörinu með flottri tónlist.
Fjöldi gesta mætti í svakalegu gervi og greinilegt að margir lögðu mikla vinnu í búningana. Sérstök dómnefnd ballsins átti því erfitt verkefni fyrir höndum þegar kom að því að velja bestu búningana. W-M-C-Y uppvakningahópurinn (Hafsteinn Þórólfsson, Hannes Páll Pálsson, Íris Ellenberger, Guðrún Friðriksdóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir og Hilmar Magnússon) vakti mikla athygli og var án vafa flottasti hópurinn en þar sem að verðlaunin voru veitt fyrir bestu einstöku búningana urðu aðrir á endanum fyrir valinu.
Dómnefndin valdi að þrjá einstaklinga sem þóttu skarta bestu búningunum (sjá mynd). Kael Dalles Schneider varð hlutskarpastur í gervi kjötstykkis og sýndi að með góðu hugmyndarflugi geta menn mætt í góðum „búningum“ þrátt fyrir litla saumakunnáttu. Dalles fékk að launum farmiða frá Iceland Express til einhvers af áætlunarstöðum félagsins. Katla Einarsdóttir var einnig mjög flott sem kynbomban Marilyn Monroe og því féllu önnur verðlaun í hennar skaut í formi inneignarnótu frá Iðu Bókaverslun. Julio Cesar Leon Verduga eða Phantom of the Opera fékk loks þriðju verðlaun fyrir einfaldan en glæsilegan búning. Julio Cesar fekk einnig inneign hjá Iðu Bókaverslun. Samtökin ´78 þakka ballgestum fyrir ógleymanlegt kvöld!