Skip to main content
Fréttir

Brasilía – Samvistarlöggjöf í augsýn

By 14. maí, 2001No Comments

Frettir Í Brasilíu verður kosið á þingi um lög sem gera samkynhneigðum kleift að staðfesta samvist sína. Kosið verður um lögin í þessari viku og ef þau verða samþykkt verður Brasilía fyrsta landið í hinni rómönsku Ameríku til að samþykkja slík lög.

Ein af réttindasamtökum samkynhneigðra í landinu, Gay Group Bahia, vona að lögin muni binda enda á það ofbeldi sem samkynhneigða sé beitt. Þau segja líf samkynhneigðra hættulegt og eru með lista yfir 130 morð sem framin voru á síðasta ári vegna kynhneigðar.

Formaður samtakanna, Luiz Mott, segist þó ekki bjartsýnn á úrslit kosninganna þó styrkur fylgjenda sé meiri en áður.

Leave a Reply