Skip to main content
Fréttir

Málþing um stöðu ungs samkynhneigðs fólks – Andspænis sjálfum sér – samkynhneigð ungmenni, ábyrgð og innsæi fagstétta

By 25. janúar, 2004No Comments

Tilkynningar Föstudaginn 23. apríl verður haldið málþing um stöðu ungs samkynhneigðs fólks og fer það fram í Fjölbrautarskóla Suðurlands. Fræðslunet Suðurlands hefur veg og vanda að ráðstefnunni í samvinnu við Háskólann á Akureyri og embætti landlæknis. Málþingið er einkum ætlað fagstéttum, svo sem fólki úr heilbrigðisstéttum, kennurum, námsráðgjöfum, félagsráðgjöfum og sálfræðingum. Ráðstefnugjald er 5000 kr. en 2000 krónur fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis (innifalið er ráðstefnugögn og hádegisverður). Skráning fer fram í síma 480 50 20 eða á netfanginu fraedslunet@sudurland.is.

Dagskrá:

09.45 – 10.00 Tónlist í sal meðan fólk kemur sér fyrir
10.00 – 10.10 Ráðstefnan sett. Dr. Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur
10.10 – 10.30 Maður með mönnum; að lifa í sátt við sína. Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sálfræðingur
10.30 – 10.50 Viðhorf samkynhneigðra ungmenna og umsjónarkennara úr efstu bekkjum grunnskóla.
Rannsóknarniðurstöður. Hrönn Bessadóttir, Ingibjörg Ósk Pétursdóttir og Kristrún Sigurgeirsdóttir, grunnskólakennarar
10.50 – 11.20 Samkynhneigð og sálmeinafræði. Dr. Rúnar Andrason, sálfræðingur
11.20 – 11.35 K a f f i h l é
11.35 – 12.00 Með hnút í maganum. Guðmundur Páll Ásgeirsson, framhaldsskólakennari
12.00 – 12.30 Náms- og starfsval. Ásta Kr. Ragnarsdóttir, námsráðgjafi
12.30 – 12.50 Samkynhneigð og grunnskólinn. Sara Dögg Jónsdóttir, grunnskólakennari og fræðslufulltrúi Samtakanna ´78
12.50 – 13.30 H á d e g i s v e r ð u r
13.30 – 14.00 Umræður í sal
14.00 – 14.30 ?Ég er alveg með hnút í maganum?-ráðgjöf Samtakanna 78. Anni Haugen, félagsráðgjafi
14.30 – 15.00 Samkynhneigð og kristin siðfræði. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og siðfræðingur
15.00 – 15.30 NN.
15.30 – 16.00 Sjálfsvígsáhætta samkynhneigðs, ungs fólks. Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur
16.00 – 16.15 K a f f i h l é
16.15 – 16.45 Umræður í sal
16.45 – 17.00 Lokaorð. Dr. Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur
17.00 Ráðstefnuslit. Jón Hjartarson, framkvæmdastjóri FnS
Umsjón: Fræðslunet Suðurlands

Fagleg umsjón: Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Ráðstefnustjóri: Dr. Ólafur Páll Jónsson

ATH.: Dagskrá ráðstefnunnar birtist hér með fyrirvara um breytingar.

Leave a Reply