Skip to main content
Fréttir

HINSEGIN DAGAR – SJÁLFBOÐALIÐAR

By 4. júní, 2008No Comments

Hátíð hinsegin daga í Reykjavík nálgast og sem fyrr er þörf á kröftum til að leggja hátíðinni lið. Það er sama hvað fólk kann, öruggt er að einhvers staðar er þörf fyrir kunnáttu þess og hæfileika. Stjórn og samstarfsnefnd hittast reglulega á fundum til að samhæfa verkefni sín og til að fá fundarboð er best að hafa samband og óska eftir því að komast á lista. Verkefnin bíða og án liðsmanna verður engin hátíð.

Hátíð hinsegin daga í Reykjavík nálgast og sem fyrr er þörf á kröftum til að leggja hátíðinni lið. Það er sama hvað fólk kann, öruggt er að einhvers staðar er þörf fyrir kunnáttu þess og hæfileika.

Stjórn og samstarfsnefnd hittast reglulega á fundum til að samhæfa verkefni sín og til að fá fundarboð er best að hafa samband og óska eftir því að komast á lista. Verkefnin bíða og án liðsmanna verður engin hátíð.

Meðal verkefna sumarsins er vinna við miðasölu víðsvegar um borgina, dyravörslu og aðstoð á skemmtunum, aðstoð við sviðsstjórn, skipulagningu sölustarfa, öryggisgæslu, dreifingu á efni auk umsvifamikillar aðstoðar við erlenda skemmtikrafta hátíðarinnar. Í hópnum starfa t.d. sölustjóri, göngustjóri, öryggisstjóri, sviðsstjóri, móttökustjóri og svo má áfram telja. Þessi leiðtogar þurfa nú á allri aðstoð fórnfúsra liðsmanna að halda. Hátíðin launar ekki sitt fólk en umbunar því á annan hátt eftir bestu getu.

Þið sem viljið slást í hópinn og vinna að hátíðinni, hafið samband við Þorvald Kristinsson á netfangið torvald@islandia.is

-Gay Pride

 

 

 

 

Leave a Reply