Frettir Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í viðtali við Søndagsavisen um helgina, að hann væri þeirrar skoðunar að rétt væri að leyfa fólki að sama kyni að giftast í kirkjum. Danir urðu fyrstir þjóða til að heimila samkynhneigðum að ganga í staðfesta samvist.
?Sem félagi í þjóðkirkjunni er ég þeirrar skoðunar að þetta sé hið rétta,“ sagði Rasmussen í viðtalinu. Sagðist hann vera hissa á því að danska þjóðkirkjan vilji ekki gefa samkynhneigða saman í heilagt hjónaband. Segist hann ekki telja að það skipti máli í augum Guðs hvort maður sé sam- eða gagnkynhneigður. Fogh Rasmussen sagðist þó telja, að það væri ekki undir stjórnmálamönnum komið heldur prestum hvort gefa eigi samkynhneigða saman í hjónaband í kirkjum.
Danskir biskupar eru andvígir því að samkynhneigðir gangi í hjónaband í kirkjum og stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt ummæli Rasmussens. ?Einstaklingurinn Anders Fogh Rasmussen hefur auðvitað rétt til að nýta sér málfrelsi sitt, en sem forsætisráðherra ætti hann að hugsa sig um tvisvar áður en hann ber einkaskoðanir sínar á borð með þessum hætti;“ sagði Jann Sjursen, þingmaður Kristilega demókrataflokksins.
Morgunblaðið greindi frá