Skip to main content
Fréttir

Skemmtanalíf – Jón forseti er kominn út úr skápnum

Frettir Samkynhneigðir og vinir þeirra hafa eignast nýjan skemmtistað í hjarta Reykjavíkur. Eftir endurbætur hefur skemmtistaðurinn Jón forseti (áður Fógetinn) opnað á nýjan leik og er nú rekinn sem gay skemmtistaður í Aðalstræti 10. Hann er opinn alla daga vikunnar frá klukkan 20:00 og býður upp á þétta dagskrá í allt sumar:

Queer as folk á miðvikudögum kl. 21.00

Karokee á fimmtudögum frá kl. 21.00

Djamm á föstudögum, ýmsir plötusnúðar

Djamm á laugardögum, ýmsir plötusnúðar

Frumsýning verður á kabarettsýningu frá gay-leikhúsinu Hégóma 22. maí.

Dagskráin á Jóni forseta fer fram í stóra salnum og í undirbúningi er að bjóða upp á dagskrá alla daga vikunnar. Barkaffihúsastemning er í húsinu alla daga fyrir þá sem hafa ekki áhuga á dagskránni og vilja bara spjalla saman yfir kaffibolla eða ölkrús.

Happy hour er á barnum frá klukkan 20:00-21:00 og á föstudögum og laugardögum milli klukkan 20:00-22:00 en þá er seldur bjór á 450 kr.

Samtökin 78 óska Jóni forseta til hamingju með að vera kominn út úr skápnum, enda er samkeppni í kaffihúsa- og skemmtanamenningu lesbía og homma svo sannarlega af hinu góða.

Leave a Reply