Skip to main content
Fréttir

Málþing: – Flóttamenn og hælisleitendur

By 8. desember, 2004No Comments

Tilkynningar Málþing í Norræna húsinu föstudaginn 10. desember nk.

Mannréttindaskrifstofa Íslands, í samvinnu við Rauða kross Íslands, efnir til hádegisfundar í Norræna húsinu föstudaginn 10. desember nk. um málefni flóttamanna og hælisleitenda.

Á síðustu árum hefur fjöldi hælisleitenda á Íslandi aukist verulega en árið 2003 sóttu 80 einstaklingar frá 32 löndum um hæli hér á landi. Tilgangur málþingsins er að ræða þær alþjóðlegu reglur sem gilda um hælisleitendur og meðferð mála þeirra og þá sérstaklega flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna frá 1951 en samkvæmt honum skuldbinda ríki sig til að veita þeim vernd sem flýja ofsóknir í heimalandi sínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Flóttamannahugtakið, ferli hælismála á Íslandi og ofsóknahugtakið og tengsl þess við flóttamannasamninginn er til umfjöllunar en einnig verður sérstaklega snert á málefnum kvenna er flýja kynbundnar ofsóknir.

Frummælendur eru fjórir en Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, stýrir fundi. Málþingið stendur frá 12-13:30, það er öllum opið og aðgangur ókeypis.

ERINDI

?Flóttamannahugtakið?
Katrín Theodórsdóttir hdl. LL.M.

?Skilgreining ofsóknahugtaksins innan hins alþjóðlega refsiréttar og tenging þess við flóttamannasamninginn?
Katla Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands

?Ferli hælismála á Íslandi?
Rósa Dögg Flosadóttir, forstöðumaður leyfasviðs Útlendingastofnunar

?Konur á flótta?
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International

Að loknum framsögum er gert ráð fyrir umræðum og fyrirspurnum.

Leave a Reply