Tilkynningar Laugardaginn 2. október efnir Rauði Kross Íslands til landssöfnunarinnar ?Göngum til góðs?. Safnað er til styrktar börnum sem þjást vegna stríðsátaka og er ætlunin að ganga í hvert hús á landinu. Féð sem safnast verður meðal annars notað til að styðja börn til mennta og í starfsþjálfun í Sierra Leone, þar sem nú er yfirstaðin 11 ára borgarastyrjöld. Þá verður börnum á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna veittur sálrænn stuðningur og þeim hjálpað að gera lífið léttbærara þrátt fyrir viðvarandi átök allt í kring um þau.
Ungliðahópur Samtakanna ?78 er einn af fjölmörgum hópum sem munu taka þátt í verkefninu. Hefur honum verið úthlutað að safna á svæði í Grafarvogi og verður söfnunarmiðstöð hópsins í Engjaskóla.
Samtökin ?78 og ungliðahópurinn eru stolt af því að geta lagt góðu málefni lið. Fleiri en ungliðar eru að sjálfsögðu hvattir til að taka þátt og væri gaman að sjá sem flesta á póstlista Samtakanna ´78 í Engjaskóla á laugardaginn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á heimasíðu Rauðakrossins, www.raudikrossinn.is eða hafið samband við framkvæmdastjóra Samtakanna ?78 í síma 552 7878 eða á tölvupóstfanginu skrifstofa@samtokin 78.is