Kvikmyndahátíðin Hinsegin bíódagar verður haldin í Reykjavík dagana 16.-26 mars. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til slíkrar kvikmyndahátíðar hér á landi en hinir fyrstu Hinsegin bíódagar voru haldnir í Reykjavík á vegum Samtakanna 78 árið 1995. Ekki varð framhald á þessu einstæða framtaki fyrr en þráðurinn var tekinn upp aftur í mars 2004. Sú hátið tókst í alla staði vel og var hún mjög vel sótt. Því er ljóst að löngu er kominn tími til að bregða hommum, lesbíum, tvíkynhneigðum og transgender fólki á hvíta tjaldið aftur. Líkt og á síðustu hátíð standa Samtökin 78 og FSS í sameiningu að Hinsegin bíódögum.
Kvikmyndahátíðin Hinsegin bíódagar verður haldin í Reykjavík dagana 16.–26 mars. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til slíkrar kvikmyndahátíðar hér á landi en hinir fyrstu Hinsegin bíódagar voru haldnir í Reykjavík á vegum Samtakanna ’78 árið 1995. Ekki varð framhald á því einstæða framtaki fyrr en þráðurinn var tekinn upp aftur árið 2004. Sú hátið tókst í alla staði vel og var mjög vel sótt, og því ljóst að löngu er kominn tími til að bregða lesbíum, hommum, tvíkynhneigðum og transgender fólki á hvíta tjaldið aftur. Líkt og á síðustu hátíð standa Samtökin ’78 og FSS í sameiningu að Hinsegin bíódögum.
Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa ýmislegt góðgæti á boðstólunum og munu þessa daga í mars bjóða kvikmyndaáhugafólki upp á sannkallaða veislu hinsegin rétta. Þar á meðal má nefna kvikmyndina Latter Days sem er leikstýrð og skrifuð af C. Jay Cox. Hún fjallar um glaðbeitta partí-drenginn Christian sem býr í West Hollywood. Dag nokkurn flytur í sama fjölbýlishús hinn nítján ára gamli Elder Aron Davis ásamt félögum sínum. Þeir eru mormónar sem komnir eru til Los Angeles til þess að breiða út fagnaðarerindið en fljótlega fer Aron að gefa Christian hýrt auga og hefst þá óvenjuleg og æsispennandi atburðarrás.
GÓÐIR GESTIR
Hinsegin bíódagar bjóða góðum gestum til landsins fyrir og á meðan hátíðinni stendur. Þeirra á meðal er Susan Stryker sem mun sýna kvikmynd sína Screaming Queens en það er heimildarmynd um Campton-kaffiteríuuppþotið sem átti sér stað fyrir tíma Stonewall. Susan Stryker, sem er háskólaprófessor í hinsegin fræðum, er heimsþekkt fyrir framlag sitt til upplýstrar umræðu um líf og reynslu transgender-fólks og hefur sent frá sér fjölda fræðigreina og bóka um efnið. Hún mun halda hádegisfyrirlestur um líf sitt og rannsóknir föstudaginn 10. mars í Háskóla Íslands.
Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt í heild sinni á næstunni.
–HG og HTS