Söguganga um staði sem tengjast lífi lesbía og homma í miðborg Reykjavíkur. Haldið verður af stað frá Ingólfstorgi miðvikudaginn 6. ágúst kl. 18.00. Í tilefni af 10 ára afmæli Hinsegin daga verður boðið upp á sögugöngu þar sem fjallað verður um menningu og líf einstakra samkynhneigðra Reykvíkinga allt frá lokum 19. aldar. Næturlífi, pólitík, bókmenntum og tónlist sem tengjast samkynhneigðum í borginni verða gerð skil og rifjaðir upp sögufrægir atburðir í lífi þeirra. Menning lesbía og homma í Reykjavík hefur verið hulin flestum hingað til en fjölda markverða staða er að finna í miðborginni sem tengjast lífi þeirra. Markmið göngunnar er að varpa hulunni af þessum merkilega menningarkima borgarinnar. Hvernig tengjast til dæmis Laugavegur 11, Unuhús, Amtmannsstígur 5 og Hegningarhúsið lífi samkynhneigðra? Skipuleggjandi og leiðsögumaður er Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur. Haldið verður af stað frá Ingólfstorgi miðvikudaginn 6. ágúst kl. 18.00. Ferðin tekur rúmlega klukkustund. Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá Baldri í síma 8960010.