Skip to main content
Fréttir

Akureyri – Norðurland – Hópur foreldra og aðstandenda tekur til starfa

By 10. október, 2003No Comments

Frettir Foreldrar og aðrir aðstandendur lesbía og homma á Akureyri og annars staðar á Norðurlandi stefna að því að hittast einu sinni í mánuði í vetur. Fyrsti fundur verður fimmtudaginn 16. október í Sigurhæðum á Akureyri og hefst kl. 20:00.

Hópnum er ætlað að vera óformlegur fræðslu- og sjálfsstyrkingarhópur nánustu aðstandenda homma og lesbía svo þeir geti betur höndlað þann veruleika að eiga samkynhneigða ættingja og jafnframt verið þeim betri bakhjarlar en ella. Stefnt er að því að fá af og til sérfræðinga til að flytja stutt erindi og svara áleitnum fyrispurnum. Á fyrsta fundinn kemur Harpa Njáls, félagsfræðingur, sem um árabil hefur stýrt samtökum foreldra og aðstandenda samkynhneigðra í Reykjavík.

Foreldrar og aðstandendur samkynhneigðra á Akureyri og annars staðar á Norðurlandi eru velkomnir á fundinn.

Undirbúningsnefnd

Leave a Reply