Skip to main content
Fréttir

Hjónabönd samkynhneigðra bönnuð í Missouri – Forsetaframbjóðendur Demókrata fagna

By 10. ágúst, 2004No Comments

Frettir Í síðustu viku var samþykktur viðauki við stjórnarskrá Missouri-fylkis þar sem kveðið er á um að hjónaband geti aðeins orðið á milli karls og konu. Fram fór atkvæðagreiðsla í fylkinu og voru rúmlega 71% fylgjandi banninu.

Missouri er fyrsta fylkið þar sem svona atkvæðagreiðsla fer fram eftir að Hæstiréttur Massachusetts úrskurðaði fyrr á árinu að bann við hinsegin hjónaböndum stangaðist á við stjórnarskrá fylkisins. Þar með varð Massachusetts fyrsta og eina fylki Bandaríkjanna sem heimilar slík hjónabönd en á nokkrum öðrum stöðum hefur staðfest samvist með takmörkuðum réttindum verið lögleidd. Samskonar atkvæðagreiðslur munu á næstu mánuðum fara fram í fjölmörgum öðrum fylkjum og lofar niðurstaðan í Missouri því ekki góðu um framhaldið. Fyrirséð er að þetta misræmi í grundvallar löggjöf, eins og á hjónabandslöggjöfin er, muni valda miklum lagatæknilegum erfiðleikum í landinu ekki ólíkt því þegar hjónabönd fólks hvort af sínum kynþættinum voru bönnuð og leyfð á víxl á milli fylkjanna.

Frambjóðendur Demókrata fagna

John Edwards, varaforsetaefni demókrata, sá ástæðu til að fagna þessari niðurstöðu sérstaklega: ?Við erum á móti giftingum samkynhneigðra og teljum að slík löggjöf eigi að vera á hendi fylkjanna en ekki alríkisins?. Málfutningur forsetaframbjóðenda demókrata, þeirra John Kerrys og John Edwards, hefur hingað til verið á þá leið að hafna beri stjórnarskrárbreytingu þeirri sem Bush forseti hefur viljað koma í gegn en í staðin lagt áherslu á að giftingarlöggjöfin eigi að vera á hendi einstakra fylkja. Þeir hafa hins vegar í orði kveðnu stutt takmarkaðar réttarbætur sem felast í staðfestri samvist, sem reyndar gengur mun skemur í átt til jafnréttis en sú sem er við lýði á Norðurlöndunum. Skýr málfutningur þeirra nú þar sem niðurstöðunni er fagnað hefur því valdið baráttufólki í réttindasamtökum samkynhneigðra gífurlegum vonbrigðum. Mörgum hverjum þykir heldur lítill munur á afstöðu þeirra Bush og Cheney sem vilja breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna og þeirra Kerry og Edwards sem í reynd vilja gera sams konar breytingar á stjórnarskrá fylkjanna: ?Með ákvörðuninni hefur stjórnarskrá Missouri verið breytt úr því að vera réttindaplagg yfir í það að vera vopn í höndum þeirra sem vilja mismuna fólki. Það er óþolandi og óskiljanlegt að þeir Kerry og Edwards skuli styðja slíkt? er heft eftir baráttumanni gegn stjórnarskrárbreytingunni. Aðrir hafa bent á að demókratar séu þó alltént mun jákvæðari í garð samkynhneigðra og reyndar mannréttinda almennt heldur en þau stjórnvöld sem nú eru við völd í Hvíta húsinu. Aðalatriðið sé að koma Bush frá völdum því fyrr muni lítið þokast í rétta átt í réttindamálum lesbía og homma.

-HTS

Leave a Reply