Skip to main content
Fréttir

Fyrirlestrarröð: Örugg með lífið og vel gift

By 26. janúar, 2006No Comments

Í vetur bjóða Samtökin ´78 til hádegisfyrirlestra í Háskóla Íslands. Sex fræðimenn, innlendir og erlendir, fjalla um margvísleg fræðasvið sín undir yfirskriftinni „Kynhneigð – Menning – Saga“. Meðal fyrirlesara eru tveir heimsfrægir fræðimenn, Susan Stryker frá Bandaríkjunum og Ken Plummer frá Bretlandi. Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við félagsvísindadeild HÍ, RIKK – Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Hugvísindastofnun HÍ, FSS – Félag STK-stúdenta og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fyrirlestrarnir eru haldnir annan hvern föstudag í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar, þeir hefjast kl. 12 á hádegi og eru öllum opnir.

ÖRUGG MEÐ LÍFIÐ OG VEL GIFT

Fimmti fyrirlesarinn í röðinni er Anna Einarsdóttir, félagsfræðingur, en föstudaginn 24. mars flytur hún erindi sem hún nefnir „Örugg með lífið og vel gift“ – Staðfest samvist – fyrir hverja og hvers vegna? Anna vinnur að doktorsrannsókn um það efni í London og fyrirlesturinn byggir hún á niðurstöðum rannsóknarinnar um staðfesta samvist á Íslandi. Þar fjallar hún einkum um það hvers vegna fólk giftir sig og hverju það hefur breytt fyrir þátttakendur í rannsókninni að fá formlega staðfestingu á sambandi sínu.

 

Leave a Reply